Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

157. fundur 24. júní 2025 kl. 08:30 - 10:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og fjármálastjóri fóru yfir málefni er varða fjárhag sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði

Málsnúmer 202506186Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni dags. 05.06.2025 frá Félags-og húsnæðismálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir sameiginlegri tilnefningu Fjarðabyggðar og Múlaþings í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að skipa Ívar Karl Hafliðason sem aðalmann í svæðisráð um strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði og Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur sem varamann. Sveitarstjóra falið að koma tilnefningunni til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Styrkir til námsmanna

Málsnúmer 202506202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra eftir sameiginlegan fund sveitarstjórnar og ungmennaráðs miðvikudaginn 11.06.2025. Sveitarstjórn vísaði einu málanna er varðar styrki til námsmanna til frekari umfjöllunar hjá byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar ungmennaráði góðan fund með sveitarstjórn þann 11. júní sl. og tekur undir þau sjónarmið að mikilvægt er að finna leiðir til að laða ungt fólk til sveitarfélagsins eftir að það hefur lokið námi. Hjá Byggðastofnun er til staðar leið sem er til lækkunar á námslánum og byggðaráð hefur fjallað um og óskað eftir að verði efld til að auðvelda ráðningar sérmenntaðs fólks inn á svæðið. Sveitarstjóra falið að taka saman minnisblað um þann námsstuðning sem er nú þegar í boði innan Múlaþings og hvaða tækifæri eru til staðar til að efla það enn frekar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2023

Málsnúmer 202506199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Vegagerðarinnar fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar

5.Þakklætisvottur til tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar

Málsnúmer 202506200Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra menningarmála og fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði vegna 20 ára afmælis tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar á Borgarfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings óskar tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði til hamingju með tímamótin og samþykkir að veita Bræðslunni táknrænan þakklætisvott fyrir framlag sitt til menningarmála á Austurlandi með því að setja upp vegvísi við Bræðsluveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Kæra á stjórnsýsluákvörðun Múlaþings vegna Gamla ríkisins Seyðisfirði

Málsnúmer 202506056Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi frá Innviðaráðuneytinu vegna meintrar ólögmætrar stjórnsýslu Múlaþings við sölu á Gamla ríkinu á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma samantekt lögfræðings sveitarfélagsins á framfæri við innviðaráðuneytið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð stjórnar SSA dags. 04.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Austurbrúar dags. 04.06.2025
lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.06 og 16.06.2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Ársfundur Brákar íbúðarfélags hses 11. júní 2025.

Málsnúmer 202505286Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð ársfundar Brákar íbúðafélags vegna ársins 2023 sem var haldinn 11.06.2025.
lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?