Fara í efni

Umsókn um stofnun lóða, Glímeyri og Svarthamarsvík

Málsnúmer 202506269

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 155. fundur - 30.06.2025

Við upphaf máls vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir máls á mögulegu vanhæfi sínu vegna vensla og var tillaga þess efnis samþykkt samhljóða. Ásdís vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Fyrir liggur umsókn um stofnun tveggja lóða úr landi Urðartegis (L159124) undir spennistöðvar. Lóðirnar verða báðar 56m2 að stærð og fá heitin Svarthamarsvík spennistöð og Glímeyri spennistöð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?