Fara í efni

Athugasemdir vegna vaxandi andúðar gangvart fólki af erlendum uppruna

Málsnúmer 202507138

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 139. fundur - 26.08.2025

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 26. júlí 2025 frá Valdemar Gomes, vegna vaxandi andúðar gagnvart fólki af erlendum uppruna
Fjölskylduráð Múlaþings harmar þau neikvæðu viðhorf og framkomu sem lýst er í erindi vegna vaxandi andúðar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að samfélag Múlaþings byggist á jafnrétti, virðingu og umburðarlyndi þar sem allir íbúar eiga að njóta öryggis og tilheyra. Fjölskylduráð hvetur íbúa Múlaþings til að láta sig málið varða, ef þeir verða vitni að andúð gagnvart fólki af erlendum uppruna.
Forvarnarfulltrúa er falið að efla forvarnir, fræðslu og vitundarvakningu sem stuðlar að jákvæðri umræðu og fagnar fjölbreytileika íbúa Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?