Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

139. fundur 26. ágúst 2025 kl. 13:00 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Ævar Orri Eðvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri

1.Athugasemdir vegna vaxandi andúðar gangvart fólki af erlendum uppruna

Málsnúmer 202507138Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 26. júlí 2025 frá Valdemar Gomes, vegna vaxandi andúðar gagnvart fólki af erlendum uppruna
Fjölskylduráð Múlaþings harmar þau neikvæðu viðhorf og framkomu sem lýst er í erindi vegna vaxandi andúðar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Ráðið leggur áherslu á mikilvægi þess að samfélag Múlaþings byggist á jafnrétti, virðingu og umburðarlyndi þar sem allir íbúar eiga að njóta öryggis og tilheyra. Fjölskylduráð hvetur íbúa Múlaþings til að láta sig málið varða, ef þeir verða vitni að andúð gagnvart fólki af erlendum uppruna.
Forvarnarfulltrúa er falið að efla forvarnir, fræðslu og vitundarvakningu sem stuðlar að jákvæðri umræðu og fagnar fjölbreytileika íbúa Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ályktun frá aðalfundi SUM 2025, boð um samtal

Málsnúmer 202507012Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar ályktun frá aðalfundi SUM - samtaka um áhrif umhverfis á heilsu, dagsett 7. maí 2025 sem ávarpar viðhald og umgengni félagslegs leiguhúsnæði.
Lagt fram til kynningar.

3.Samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis

Málsnúmer 202506218Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla félagsmálastjóra 2025

Málsnúmer 202502112Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?