Fara í efni

Menningarstyrkir 2025, seinni úthlutun

Málsnúmer 202507146

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 161. fundur - 12.08.2025

Fyrir liggur minnisblað deildarstjóra menningarmála vegna undirbúnings seinni úthlutunar menningarstyrkja 2025. Inn á fundinn kom Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála hjá Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar Elsu Guðnýju fyrir yfirferð hennar og samþykkir að seinni úthlutun menningarstyrkja 2025 verði unnin í samræmi við minnisblað hennar. Deildarstjóra menningarmála er einnig falið að vinna að breytingum á reglum um menningarstyrki Múlaþings fyrir næsta ár í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og umræðu á fundinum.
Tillögurnar verði teknar fyrir í byggðaráði áður en fyrri úthlutun ársins 2026 verður auglýst.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 165. fundur - 23.09.2025

Fyrir liggja tillögur að seinni úthlutun menningarstyrkja 2025. Sótt var um styrki að heildarupphæð 7.144.000 kr. Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 2.075.000 kr. og felur deildarstjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?