Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

165. fundur 23. september 2025 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða að bæta inn sem lið 9 "Aðalafundur SSKS 2025" Tillagan tekin til afgreiðslu og samþykkt samhljóða. Uppfærðist röð dagskrárliða samkvæmt því.

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varðar fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2026 til 2029

Málsnúmer 202504066Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir stöðu við vinnu fjárhagsáætlunar Múlaþings 2026 og þriggja ára áætlunar á grundvelli rammaáætlunar sem samþykkt var af sveitarstjórn 11. júní 2025.

3.Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202209001Vakta málsnúmer

Inn á fundinn komu gestir frá Samtökum iðnaðarins, þau Sigríður Mogensen sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs og Gunnar Sigurðarson viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði til að ræða tækifæri og áskoranir Múlaþings þegar kemur að atvinnuuppbygginu í sveitarfélaginu.
Byggðaráð Múlaþings þakkar Samtökum iðnaðarins fyrir samtalið og afar áhugaverða yfirferð á tækifærum til atvinnuuppbyggingar á svæðinu.

Gestir

  • Sigríður Mogensen og Gunnar Sigurðarson

4.Hamrabakki 12, sala

Málsnúmer 202310187Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til staðfestingar sala á Hamrabakka 12 á Seyðisfirði. Íbúðin var sett á sölu 4. september 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tilboð í Hamrabakka 12 á Seyðisfirði og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Reglur Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstarfsemi

Málsnúmer 202506191Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærð drög að reglum Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum Múlaþings um styrk vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Menningarstyrkir 2025, seinni úthlutun

Málsnúmer 202507146Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur að seinni úthlutun menningarstyrkja 2025. Sótt var um styrki að heildarupphæð 7.144.000 kr. Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildarstjóri menningarmála kom inn á fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð 2.075.000 kr. og felur deildarstjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Elsa Guðný Björgvinsdóttir

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202509119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem fram fer 01.október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

Málsnúmer 202310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að stefnu Múlaþings fyrir árið 2025 um þjónustustig í byggðum Múlaþings þar sem fram koma áherslur frá heimastjórnum og fagráðum.
Málið áfram í vinnslu.

9.Aðalfundur SSKS 2025

Málsnúmer 202509165Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun Stjórn samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum á ársfund samtakana miðvikudaginn 1.október á Hilton Reykjavík Nordica
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri fari með umboð og atkvæði á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.



10.Áminningaferill Múlaþings

Málsnúmer 202509017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar áminningarferill Múlaþings, leiðbeiningar fyrir stjórnendur.
Lagt fram til kynningar.

11.Viðbragðsáætlun vegna áfengis-og vímuefnanotkunar í starfi

Málsnúmer 202509018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar viðbragðsáætlun Múlaþings vegna áfengis- og vímuefnanotkunar í starfi.
Lagt fram til kynningar.

12.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á svæði 12, eyjar og sker

Málsnúmer 202402224Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úrskurður vegna kröfu ríkisins um þjóðlendur.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð HEF veitna dags. 11.09.2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?