Fara í efni

Ákall um bætt öryggi, Borgarfjörður

Málsnúmer 202509101

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 62. fundur - 15.09.2025

Erindi barst frá Sveini Huga Jökulssyni fyrir hönd íbúa við veg nr. 94 á Borgarfirði með ákalli til Vegagerðarinnar um bætt umferðaröryggi á 2,5 km kafla n.t.t. við aðkomuna í þorpið.
Heimastjórn þakkar fyrir erindi Sveins Huga og tekur heils hugar undir það. Erindinu hefur þegar verið komið á framfæri við svæðisstjóra Vegagerðarinnar og vísar erindinu áfram til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 165. fundur - 27.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Sveini Huga Jökulssyni með ákalli til Vegagerðarinnar, fyrir hönd íbúa við veg nr. 94, Borgarfjarðarveg, um bætt umferðaröryggi á 2,5 km kafla n.tt. við aðkomuna í þorpið. Erindið var lagt fyrir 62. fund heimastjórnar á Borgarfirði og vísaði heimastjórn málinu til frekari vinnslu hjá Umhverfis- og framkvæmdaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og vísar því inn í yfirstandandi vinnu við gerð auglýsingar um umferð í Múlaþingi. Ráðið ítrekar jafnframt beiðni til Vegagerðarinnar um samtal í tengslum við þá vinnu og felur formanni ráðsins að koma á fundi við Vegagerðina.
Málið verður tekið upp að nýju á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 3. nóvember.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?