Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Efnistaka, Búðaá og Utan við Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202510017

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 164. fundur - 20.10.2025

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr tveimur námum (E8: Búðaá utan við Eiríksstaði og E81: Utan við Grund) á Jökuldal í tengslum við lagningu malarslitlags.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?