Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

164. fundur 20. október 2025 kl. 10:00 - 12:06 Sambúð, Djúpivogur
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björg Eyþórsdóttir
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
Starfsmenn
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét J. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir liðum 1-2.
Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnarstjóra, sat fundinn undir liðum 1-2.

1.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs, dags. 9. október, þar sem því er vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs að koma á föstum áætlunarferðum milli Djúpavogs og Egilsstaða tvisvar í viku, sniðnum að framhaldsskólanemum.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram, í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

2.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Framlagðar tilnefningar til umhverfisviðurkenninga Múlaþings 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir veitingu umhverfisviðurkenninga í samræmi við umræður á fundinum og felur formanni umhverfis- og framkvæmdaráðs og verkefnastjóra umhverfismála að veita viðurkenninguna. Ráðið þakkar tilnefningarnar og hvetur íbúa til að senda inn tilnefningar á næsta ári.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson

3.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum, vegtenging

Málsnúmer 202412073Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi frá landeiganda Unalækjar (L157565) þar sem óskað er eftir heimild til breytinga á deiliskipulagi svæðisins vegna vegtengingar við Skriðdals- og Breiðdalsveg.
Fyrir liggur skipulagstillaga ásamt staðfestingu á því að óheimil vegtenging hafi verið fjarlægð, til samræmis við fyrri bókanir ráðsins vegna málsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. skipulagslaga nr.123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum Álfagötu 1, 2 og 4.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um lóð, Egilsstaðir, Árhvammur

Málsnúmer 202509203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn, frá Jöklum fasteignafélags ehf, um stofnun nýrrar lóðar við Árhvamm.
Í upphafi máls vakti Þórunn Óladóttir (ÞÓ) máls á vanhæfi sínu undir málsliðnum. ÞÓ gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék ÞÓ af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
Í nýju Aðaskipulagi Múlaþings er gert ráð fyrir að svæðið sé skilgreint fyrir íbúabyggð. Ekki er talið tímabært að skoða með úthlutun lóða á svæðinu fyrr en við gildistöku skipulagsins og fyrirhugaðs niðurrifs hreinsistöðvar sem nú stendur þar.

Samþykkt samhljóða.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Efnistaka, Búðaá og Utan við Grund á Jökuldal

Málsnúmer 202510017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar efnistöku úr tveimur námum (E8: Búðaá utan við Eiríksstaði og E81: Utan við Grund) á Jökuldal í tengslum við lagningu malarslitlags.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli fyrirliggjandi gagna, þegar samþykki landeiganda liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

6.Innsent erindi, vegasamband að Baugi Bjólfs

Málsnúmer 202510051Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dags. 9. október 2025, frá Sæti hópferðir ehf. varðandi aðgengi hópferðabiðfreiða ferðaþjónustuaðila að útsýnisstaðnum Baugi Bjólfs.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar hjá framkvæmda- og umhverfismálastjóra í tengslum við hönnun bílastæðis við Bjólf.

Samþykkt samhljóða.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 33

Málsnúmer 2510003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá 33 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:06.

Getum við bætt efni þessarar síðu?