Fara í efni

Beiðni um styrk til krabbameinsgreindra til sundiðkunar og líkamsræktar

Málsnúmer 202510039

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 143. fundur - 21.10.2025

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Austfjarða og Krabbameinsfélagi Austurlands, dagsett 6. október 2025, um styrk til krabbameinsgreindra til sundiðkunar og líkamsræktar.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindi Krabbameinsfélaganna um styrk til sundiðkunar og líkamsræktar fyrir krabbameinsgreinda.
Ráðið telur mikilvægt að styðja við hreyfingu og endurhæfingu þeirra sem glíma við veikindi og felur starfsmanni að vinna málið áfram í samráði við félögin með það að markmiði að gera samning þess efnis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?