Fara í efni

Erindi, heilsuræktarstyrkur til eldriborgara

Málsnúmer 202510144

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 146. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni dags. 22.október 2025, er varðar heilsuræktarstyrki til eldri borgara.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Að svo stöddu verður gjaldskrá ekki endurskoðuð en ráðinu er umhugað um að koma til móts við eldri borgara og öryrkja og hyggst því kanna mögulegar útfærslur sem gætu bætt aðgengi þessara hópa.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum, með handauppréttingu, einn sat hjá (JHÞ).

Fulltrúar minnihlutans bókuðu eftirfarandi (JHÞ, ÞAG, ES og ÁMS):
Múlaþing á að vera heilsueflandi samfélag, við verðum að horfa til efnaminnstu öryrkja og eldri borgara í þessum efnum þar sem aðgangsgjöld eru hindrandi til þátttöku. Það er ljóst að staða eldriborgara og öryrkja er mjög misjöfn. Verst settir eru t.a.m. eldri borgarar sem voru öryrkjar áður. Óþarft er að tíunda mikilvægi líkamsræktar fyrir heilsu fólks og það forvarnargildi sem hún hefur. Við leggjum áherslu á að fundin verði leið til að tryggja aðgengi aldraðra og öryrkja að þjónustunni óháð tekjum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?