Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

146. fundur 18. nóvember 2025 kl. 11:30 - 14:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Þórey Hákonardóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri

1.Samræming gjaldskráa íþróttamiðstöðva

Málsnúmer 202503128Vakta málsnúmer

Á fundi fjölskylduráðs 28. október 2025 var starfskrafti falið að taka saman gögn í samræmi við umræður á fundinum. Fyrir liggur nú minnisblað með þeim upplýsingum sem óskað var eftir á nefndum fundi.
Áfram í vinnslu.

2.Mótmæli vegna hækkunar á gjaldskrá fyrir sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara

Málsnúmer 202510160Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jónasi Þór Jóhannssyni, fyrir hönd stjórnar Félags eldri borgara Fljótsdalshéraðs, dagsett 20. október 2025. Í erindinu mótmælir félagið hækkun á aðgangseyri eldri borgara að sundlaug og líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins og fer þess á leit að sú hækkun verði dregin til baka eða að minnsta kosti lækkuð umtalsvert.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Að svo stöddu verður gjaldskrá ekki endurskoðuð en ráðinu er umhugað um að koma til móts við eldri borgara og öryrkja og hyggst því kanna mögulegar útfærslur sem gætu bætt aðgengi þessara hópa.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum, með handauppréttingu, einn sat hjá (JHÞ).

3.Mótmæli við gjaldskrá í sund fyrir aldraða og öryrkja

Málsnúmer 202511123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Steinunni Ingimarsdóttur, dagsettur 1. október 2025. Þar mótmælir hún hækkun á gjaldskrá fyrir árskort í sund fyrir aldraða og öryrkja.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Að svo stöddu verður gjaldskrá ekki endurskoðuð en ráðinu er umhugað um að koma til móts við eldri borgara og öryrkja og hyggst því kanna mögulegar útfærslur sem gætu bætt aðgengi þessara hópa.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum, með handauppréttingu, einn sat hjá (JHÞ).

4.Erindi, heilsuræktarstyrkur til eldriborgara

Málsnúmer 202510144Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni dags. 22.október 2025, er varðar heilsuræktarstyrki til eldri borgara.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Að svo stöddu verður gjaldskrá ekki endurskoðuð en ráðinu er umhugað um að koma til móts við eldri borgara og öryrkja og hyggst því kanna mögulegar útfærslur sem gætu bætt aðgengi þessara hópa.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum, með handauppréttingu, einn sat hjá (JHÞ).

Fulltrúar minnihlutans bókuðu eftirfarandi (JHÞ, ÞAG, ES og ÁMS):
Múlaþing á að vera heilsueflandi samfélag, við verðum að horfa til efnaminnstu öryrkja og eldri borgara í þessum efnum þar sem aðgangsgjöld eru hindrandi til þátttöku. Það er ljóst að staða eldriborgara og öryrkja er mjög misjöfn. Verst settir eru t.a.m. eldri borgarar sem voru öryrkjar áður. Óþarft er að tíunda mikilvægi líkamsræktar fyrir heilsu fólks og það forvarnargildi sem hún hefur. Við leggjum áherslu á að fundin verði leið til að tryggja aðgengi aldraðra og öryrkja að þjónustunni óháð tekjum.

5.Ósk um hækkun framlags til Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202510128Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tvö erindi frá Jóhanni Halldóri Harðarsyni, fyrir hönd Íþróttafélagsins Hattar, fyrra dagsett 25. september 2025 og seinna dagsett 11. nóvember 2025, þar sem óskað er eftir auknum fjárhagslegum stuðningi og eflingu samstarfs. Seinna erindið er beiðni sem tekur meðal annars til fjármögnunar starfs framkvæmdsastjóra og endurskoðun á samningum félagsins við sveitarfélagið.
Fjölskylduráð þakkar kærlega fyrir erindin. Ráðið áréttar mikilvægi þess starfs sem unnið er innan Íþróttfélagins Hattar og þess forvarnarhlutverks sem skipulagt íþróttastarf gegnir. Fjölskylduráð samþykkir að veit Íþróttafélaginu Hetti styrk upp á 12.000.000 kr. til að mæta kostnaði vegna framkvæmdarstjóra. Að auki telur ráðið tímabært að endurskoða samninga sveitarfélagsins við íþróttafélögin með gagnsæi, skýrara verklagi og áframhaldandi öflugu samstarfi að leiðarljósi.
Málinu er vísað til byggðaráðs í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Jóhann Halldór Harðarson

6.Beiðni Rekstrarfélags Hattar vegna yfirtöku á rekstri Fellavallar

Málsnúmer 202509180Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Rekstrarfélagi Hattar, dagsett 31. júlí 2025, þar sem óskað er eftir að það taki yfir hluta af rekstri Fellavallar. Málið var áður tekið fyrir 21. október 2025 og var þá óskað eftir nánari gögnum, sem liggja núna fyrir í minnisblaði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir framlagt erindi og þau gögn sem nú hafa verið lögð fram. Að svo stöddu hafnar ráðið beiðninni. Ráðið telur að sveitarfélagið hafi byggt upp trausta þekkingu og reynslu í rekstri og umhirðu íþróttavalla og að fyrirliggjandi kostnaðarþættir í tillögunni séu umfram það sem þykir hæfilegt á þessu stigi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Málsnúmer 202510102Vakta málsnúmer

Skýrsla sviðstjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?