Fara í efni

Nýr útsýnisstaður og tilfærsla á aðstöðuhúsi - Stuðlagil, Klaustursel

Málsnúmer 202510196

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 166. fundur - 03.11.2025

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Marteini Óla Aðalsteinssyni, dags. 29. október 2025, þar sem óskað er eftir vilyrði frá sveitarfélaginu til að heimila breytingar á gildandi skipulagsáætlunum við Stuðlagil í landi Klaustursels. Erindið er tilkomið vegna styrkumsóknar landeiganda til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur þær hugmyndir sem fram koma í erindinu vera til þess fallnar að styrkja áfangastaðinn við Stuðlagil og tryggja öryggi gesta sem hann heimsækja.
Ráðið heimilar málsaðila að leggja fram tillögu að breytingu á viðkomandi skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóma.
Getum við bætt efni þessarar síðu?