Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

166. fundur 03. nóvember 2025 kl. 08:30 - 11:34 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnastjóri, Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnastjóra og Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, sitja fundinn undir liðum 1.-3.

Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála, situr fundinn undir liðum 5.-7.

Jón Kristófer Arnarson, garðyrkjustjóri, situr fundinn undir lið 8.

1.Innsent erindi, bætt öryggi og aðgengi ferðamanna í Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202510133Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Magnúsi Þór Hallssyni, fyrir hönd Puffin Adventures ehf, um að bæta aðstöðu og öryggi við höfnina á Borgarfirði. Sérstaklega er óskað eftir því að hafa í huga sjófarendur, farþega skemmtiferðaskipa og gesti á vegum Puffin Adventures.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum og málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

2.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202503082Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur fundargerð, ásamt skýrslu frá stjórnarfundi Cruise Iceland dags. 7. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Hafnastjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður fara yfir stöðu verkefna hjá höfnum Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Með vísan í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 165. fundi undir máli 202509101, hefur Vegagerðin verið boðuð á fund ráðsins 17. nóvember næstkomandi til þess að ræða ýmis málefni tengd umferðaröryggi í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

5.Nýr útsýnisstaður og tilfærsla á aðstöðuhúsi - Stuðlagil, Klaustursel

Málsnúmer 202510196Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Marteini Óla Aðalsteinssyni, dags. 29. október 2025, þar sem óskað er eftir vilyrði frá sveitarfélaginu til að heimila breytingar á gildandi skipulagsáætlunum við Stuðlagil í landi Klaustursels. Erindið er tilkomið vegna styrkumsóknar landeiganda til framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur þær hugmyndir sem fram koma í erindinu vera til þess fallnar að styrkja áfangastaðinn við Stuðlagil og tryggja öryggi gesta sem hann heimsækja.
Ráðið heimilar málsaðila að leggja fram tillögu að breytingu á viðkomandi skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóma.

6.Umsókn um byggingarleyfi, Hlaðir 157126, 700

Málsnúmer 202509126Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Grenndarkynningu byggingaráforma að Hlöðum (L157126) í Fellabæ lauk 30. október sl. Tvær athugasemd bárust og liggur fyrir ráðinu að taka þær til umfjöllunar.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá framkvæmdaraðila, sem sýna fram á skuggavarp og ásýnd.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi frá Austur líkamsrækt ehf, framtíðarstaða

Málsnúmer 202509216Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Gabríel Arnarssyni, framkvæmdastjóra Austur líkamsrækt. Erindið hefur fengið umfjöllun hjá byggðaráði og fjölskylduráði, sem vísaði því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að setja af stað vinnu við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Gabríel Arnarssyni fyrir erindið.
Ráðið fellst á beiðni fjölskylduráðs um að sett verði af stað vinna við þarfagreiningu vegna framtíðaruppbyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum enda sé það í samræmi við fjárfestingaráætlun 2026. Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra og fræðslustjóra að gera drög að erindisbréfi að slíkri vinnu og leggja drög fyrir ráðin.

Varðandi þann hluta erindisins sem snýr að umhverfis- og framkvæmdaráði af hálfu málsaðila er frekari uppbygging á íþóttahúsinu á Egilsstöðum svo skammt á veg komin að ráðið telur ráðlegt að hafna erindinu er varðar skipulagningar lóðar aðliggjandi nýjum búningsklefum sundlaugarinnar, úthlutunar lóðar fyrir hús Austurs og gerð lóðaleigusamnings við Austur.
Ráðið felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að eiga samtal við málsaðila og aðstoða við að finna starfseminni framtíðaraðstöðu á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða.

8.Vinnuskóli 2025

Málsnúmer 202503073Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri situr fundinn undir þessum lið og kynnir samantekt á starfi vinnuskólans 2025.
Lagt fram til kynningar.

9.Gæludýr í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202502111Vakta málsnúmer

Verkefnisstjórar framkvæmdamála, sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur bókun frá 143. fundi fjölskylduráðs þar sem lagt er til að hunda-, katta- og gæludýrahald verði leyft í félagslegum og almennum íbúðum í eigu Múlaþings.

Máli frestað til næsta fundar.

10.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2025

Málsnúmer 202502155Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá 187. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:34.

Getum við bætt efni þessarar síðu?