Fara í efni

Endurbygging löndunarbryggju í Borgarfjarðarhöfn

Málsnúmer 202511109

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 64. fundur - 04.12.2025

Fyrir liggur til kynningar fundargerð dagsett 26. nóvember síðastliðinn frá fyrsta verkfundi Vegagerðarinnar, Hafna Múlaþings og Úlfsstaða ehf. vegna endurbyggingar gömlu löndunarbryggjunnar í bátahöfninni við Hafnarhólma.

Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur yfirumsjón með verkinu og sá um útboð á því. Tvö tilboð bárust og hefur tilboði Úlfsstaða ehf., sem var lægstbjóðandi, verið tekið og var verksamningur undirritaður á fundinum. Úlfsstaðir sáu einnig um smíði nýju löndunarbryggjunnar árið 2024.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?