Fara í efni

Mótmæli við gjaldskrá í sund fyrir aldraða og öryrkja

Málsnúmer 202511123

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 146. fundur - 18.11.2025

Fyrir liggur tölvupóstur frá Steinunni Ingimarsdóttur, dagsettur 1. október 2025. Þar mótmælir hún hækkun á gjaldskrá fyrir árskort í sund fyrir aldraða og öryrkja.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið. Að svo stöddu verður gjaldskrá ekki endurskoðuð en ráðinu er umhugað um að koma til móts við eldri borgara og öryrkja og hyggst því kanna mögulegar útfærslur sem gætu bætt aðgengi þessara hópa.

Samþykkt með sex greiddum atkvæðum, með handauppréttingu, einn sat hjá (JHÞ).
Getum við bætt efni þessarar síðu?