Fara í efni

Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 202511135

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 151. fundur - 27.01.2026

Fyrir liggur erindi, dagsett 17. nóvember 2025, frá Jóhanni Steinari Ingimundarsyni formanni UMFí. Í erindinu er áskorun og hvatning til ríkis og sveitarfélaga að efla lýðheilsu og forvarnir ásamt því að taka upp samtalið við íþróttahreyfinguna varðandi starfsumhverfi hennar. Áskorunin var samþykkt á 54. Sambandsþingi UMFÍ 10.-12. október sl.
Fjölskylduráð tekur vel í erindið og leggur áherslu á mikilvægi samstarfs við íþróttahreyfinguna um eflingu lýðheilsu og forvarna. Sveitarfélagið er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs við íþróttahreyfinguna.

Jafnframt er bent á að í desember sl. var samþykkt fjölskyldustefna sveitarfélagsins þar sem sérstaklega er fjallað um lýðheilsu og forvarnir og samræmist hún því vel þeirri áskorun sem fram kemur í erindi íþróttahreyfingarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?