Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

151. fundur 27. janúar 2026 kl. 12:30 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir sviðsstjóri menntunar og lýðheilsu
  • Anna Alexandersdóttir sviðsstjóri velferðar
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Guðbjörg Gunnarsdóttir verkefnastjóri málefna fatlaðs fólks
  • Anna Steinunn Árnadóttir deildastjóri í málefnum fatlaðs fólks
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir sviðsstjóri menntunar og lýðheilsu
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Agla Þorsteinsdóttir sátu lið 1. Þórunn Hrund Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat lið 1.

1.Ytra mat -Seyðisfjarðarskóli 2020

Málsnúmer 202010625Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggur staðfesting Mennta- og barnamálaráðuneytisins á lokum úrbóta vegna ytra mats Seyðisfjarðarskóla sem fram fór árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins.

3.Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ

Málsnúmer 202511135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 17. nóvember 2025, frá Jóhanni Steinari Ingimundarsyni formanni UMFí. Í erindinu er áskorun og hvatning til ríkis og sveitarfélaga að efla lýðheilsu og forvarnir ásamt því að taka upp samtalið við íþróttahreyfinguna varðandi starfsumhverfi hennar. Áskorunin var samþykkt á 54. Sambandsþingi UMFÍ 10.-12. október sl.
Fjölskylduráð tekur vel í erindið og leggur áherslu á mikilvægi samstarfs við íþróttahreyfinguna um eflingu lýðheilsu og forvarna. Sveitarfélagið er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs við íþróttahreyfinguna.

Jafnframt er bent á að í desember sl. var samþykkt fjölskyldustefna sveitarfélagsins þar sem sérstaklega er fjallað um lýðheilsu og forvarnir og samræmist hún því vel þeirri áskorun sem fram kemur í erindi íþróttahreyfingarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samningur milli Múlaþings og LungA-skóla

Málsnúmer 202511052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur, til kynningar, samningur milli Múlaþings og LungA-skólans sem undirritaður var 7. nóvember 2025.

5.Ósk um að viðbótarfjármagn til Sólarinnar

Málsnúmer 202601166Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 13. janúar 2026, frá Öglu Þorsteinsdóttur, deildarstjóra frístunda barna, þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til rekstrarleigu á bifreið fyrir frístundaheimilið Sólina.
Fjölskylduráð samþykkir erindið enda er mikilvægt að börn sem sækja Sólina hafi sem best tækifæri til að nýta sér þjónustu í nærumhverfi sínu. Sviðstjóra mennta og lýðheilsu er falið að koma málinu í viðeigandi farveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Þorrablót Egilsstaða 2026 beiðni um styrk

Málsnúmer 202601144Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 16. janúar 2026, frá Sigurði Álfgeiri Siguðrssyni og Elínu Rán Björnsdóttur, formanna þorrablótsnefndar Egilsstaða 2026. Í erindinu óska þau eftir niðurfellingu gjalda, nú í ár og framvegis, sem falla á þorrablótsnefndir Egilsstaða vegna húsaleigu.
Fjölskylduráð þakkar formönnum þorrablótsnefnd Egilsstaða fyrir erindið en hafnar því og er starfsmanni falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Húsnæðismál Stólpa

Málsnúmer 202601108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá deildarstjóra málefna fatlaðs fólks um húsnæðismál Stólpa.
Sviðstjóra velferðar falið að vinna málið áfram.

8.Akstur heimsends matar

Málsnúmer 202501160Vakta málsnúmer

Óskað var eftir tilboðum í útkeyrslu matarbakka alla daga ársins frá og með 1. mars 2026 til 29. febrúar 2028. Tilboðsfrestur rann út kl. 12 þann 21. janúar síðastliðinn. Alls bárust níu tilboð.

Fjölskylduráð samþykkir tilboð lægstbjóðanda og felur sviðstjóra velferðar að ganga til samninga við viðkomanda aðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?