Fara í efni

Menningarstyrkir 2026, fyrri úthlutun

Málsnúmer 202511137

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 177. fundur - 27.01.2026

Fyrir liggja tillögur faghóps um menningarstyrki að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings 2026. Einnig liggur fyrir minnisblað deildarstjóra menningarmála.
Á fundinn undir þessum lið mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildastjóri menningarmála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð kr. 8.980.000 og felur deildarstjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt samþykkir byggðaráð tillögu deildarstjóra menningarmála að gerður verði þriggja ára samningur við Sinfóníuhljómsveit Austurlands að upphæð kr. 1.000.000 árlega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?