Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

177. fundur 27. janúar 2026 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson sviðsstjóri fjármála
  • Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir sviðsstjóri mannauðs og þjónustu
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu

1.Fjármál 2026

Málsnúmer 202601001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála, sviðsstjóri mannauðs- og þjónustu og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Menningarstyrkir 2026, fyrri úthlutun

Málsnúmer 202511137Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tillögur faghóps um menningarstyrki að fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings 2026. Einnig liggur fyrir minnisblað deildarstjóra menningarmála.
Á fundinn undir þessum lið mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir deildastjóri menningarmála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun menningarstyrkja, samtals að fjárhæð kr. 8.980.000 og felur deildarstjóra menningarmála að annast úthlutun í samræmi við gildandi reglur. Jafnframt samþykkir byggðaráð tillögu deildarstjóra menningarmála að gerður verði þriggja ára samningur við Sinfóníuhljómsveit Austurlands að upphæð kr. 1.000.000 árlega.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Samningur um menningarmiðstöðvar á Austurlandi 2026 - 2029

Málsnúmer 202512129Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar samningur sem undirritaður var um síðustu áramót milli menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmiðstöðvar á Austurlandi. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2026 til 31. desember 2029.
Lagt fram til kynningar.

4.Boð um kaup á eignarhlut í Lyngási 12

Málsnúmer 202601117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Reimari Ásgeirssyni, dagsettur 18. janúar 2026, þar sem sveitarfélaginu er boðið að kaupa hans eignahlut í Lyngási 12.
Í vinnslu.

5.Atvinnumál í Múlaþingi

Málsnúmer 202511153Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu verkefna.

6.Umsagnarbeiðni um Samgönguáætlun fyrir árin 2026 til 2040 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030

Málsnúmer 202601146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar 322. mál, Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 9. febrúar nk.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að gera drög að umsögn um Samgönguáætlun fyrir árin 2026 til 2040 og fá álit heimastjórna á henni. Umsögnin verður tekin fyrir á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?