Fara í efni

Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 202511180

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 148. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggur erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, dagsett 17. nóv 2025, þar sem óskar eftir því að sveitarfélög sameinist um tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að samræma innritun og umsóknir um skólaskipti við önnur sveitarfélög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?