Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

148. fundur 02. desember 2025 kl. 12:30 - 15:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Birna Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla Sóley Þrastardóttir og Bríet Finnsdóttir sátu lið 1 og 3. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Dagur Hákon Rafnsson og Kolbrún Nanna Magnúsdóttir sátu liði 2-3. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Dagbjört Kristinsdóttir og Agla Þorsteinsdóttir sátu lið 3-7. Skólastjórarnir Þorbjörg Sandholt, Þórunn Hrund Óladóttir og Anna Birna Einarsdóttir fylgdu eftir liðum sinna skóla.

1.Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 202111078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um framtíðarhúsnæði Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
Lagt fram til kynningar.

2.Erindi, beiðni um úrbætur útileiktækja leikskólans á Seyðisfirði

Málsnúmer 202511169Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf frá Sóleyju Rún Jónsdóttur, fyrir hönd foreldrafélags leikskólans Sólvalla, dagsett 19.11.25. Í erindinu er óskað eftir að gerðar verði úrbætur á leiktækjum á útisvæði leikskólans á Seyðisfirði.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og tekur undir þær ábendingar sem þar koma fram. Ráðið vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu. Jafnframt óskar fjölskylduráðið eftir að fræðslustjóri taki málið upp með starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs með það í huga að hafa meiri fyrirsjáanleika í framkvæmdum og viðhaldi á skólabyggingum og leiktækjum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gjaldskrár fyrir fræðslumál, frístundaþjónustu og íþróttamannvirki í Múlaþingi fyrir árið 2026
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrár fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla, frístundarþjónustu og íþróttamannvirki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla

Málsnúmer 202511180Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, dagsett 17. nóv 2025, þar sem óskar eftir því að sveitarfélög sameinist um tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026.
Fjölskylduráð samþykkir að samræma innritun og umsóknir um skólaskipti við önnur sveitarfélög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerðir skólaráðs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202010631Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn liggur fundargerð skólaráðs Seyðisfjarðarskóla dagsett 15. október 2025.


Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, fylgdi fundargerðinni eftir og dró fram ákveðna þætti úr henni.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir skólaráðs Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202010632Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð skólaráðs Djúpavogsskóla, dagsett 12. nóvember 2025.
Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, fylgdi fundargerðinni eftir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Sjálfsmatskýrslur grunnskóla 2025

Málsnúmer 202510186Vakta málsnúmer

Fyrir liggur sjálfsmatskýrsla Fellaskóla vegna skólaársins 2024-2025.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Fellaskóla fyrir kynninguna.
Ráðið vill ítreka ánægju sinni með það faglega starf sem fram kemur og þann metnað sem skólastjórar og starfsfólk sýna í sífelldri viðleitni til að efla skólastarf og bæta gæði náms og kennslu í grunnskólum Múlaþings.

Sjálfsmatsskýrslan er lögð fram til kynningar.

8.Erindi, akstur í félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Fellabæ

Málsnúmer 202511268Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Jóhanni Hjalta Þorsteinssyni dags. 25.nóvember sl, er varðar akstur fyrir ungmenni í Fellbæ yfir í Nýjung á Egilsstöðum.
Skipulögð frístundastarfsemi hefur ótvírætt forvarnargildi og því beinir fjölskylduráð því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að kanna hvort unnt sé að endurvekja almenningssamgöngur í þéttbýli á þeim tíma sem Nýung er opin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



9.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi til laga um barnavernd, mál nr.5224

Málsnúmer 202511281Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur til kynningar umsögn barnaverndarþjónustu Múlaþings er varðar frumvarp til laga um barnavernd.
Lagt fram til kynningar.

10.Gott að eldast, förum alla leið, samþætt þjónusta í heimahúsum

Málsnúmer 202308168Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að samkomulagi um formlega samvinnu vegna samþættingar heimaþjónustu í Múlaþingi.
Fjölskylduráð samþykkir drögin samhljóða með handauppréttingu.

11.Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Málsnúmer 202510102Vakta málsnúmer

Skýrsla sviðstjóra fjölskylduráðs er tilbúin til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?