Fara í efni

Erindi, staða atvinnuhúsnæðis á hættusvæðum ofanflóða

Málsnúmer 202511226

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 172. fundur - 02.12.2025

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Erni Péturssyni dags. 24.11. síðast liðinn þar sem hann fer fram á við byggðaráð að það beiti sér fyrir því og láti reyna á lagalega stöðu atvinnuhúsnæðis á hættusvæðum ofanflóða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að fá minnisblað frá lögfræðingi sveitarfélagsins um möguleika sveitarfélagsins til að beita sér fyrir því að atvinnuhúsnæði á ofanflóðahættusvæði á Seyðifirði verði keypt upp enda er málið afar mikilvægt fyrir framtíðar uppbyggingu atvinnulífs á Seyðifirði. Málið verður tekið fyrir aftur þegar minnisblaðið liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?