Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

175. fundur 06. janúar 2026 kl. 08:30 - 11:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson sviðsstjóri fjármála
  • Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu

1.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir fyrirkomulag funda.
Lagt fram til kynningar.

2.Fjármál 2026

Málsnúmer 202601001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

3.Lánasamningar 2026

Málsnúmer 202601015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga byggðaráðs til sveitarstjórnar vegna ákvörðunar um lántöku Múlaþings hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 420.000.000, samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið.


Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Erindi, staða atvinnuhúsnæðis á hættusvæðum ofanflóða

Málsnúmer 202511226Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá Jóni Jónssyni, lögmanni, um mismunandi stöðu íbúðahúsnæðis og atvinnuhúsnæðis gagnvart ofanflóðalöggjöf.
Í vinnslu.

5.Umsókn um stöðuleyfi, Egilsstaðir

Málsnúmer 202511119Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dagsett 4.12. 2025 þar sem því er beint til byggðaráðs að taka afstöðu til þess að setja samþykkt um svæði í eigu Múlaþings ætluð undir matarvagna og slíka starfsemi og mögulegt gjald fyrir aðstöðu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að kanna möguleg svæði sem ætluð yrðu undir slíka starfsemi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands

Málsnúmer 202512048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Helga Hlyni Ásgrímssyni dagsett 4.12. 2025 um að setja á dagskrá málið Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Málið var á dagskrá sveitarstjórnar 15.12. 2025 og var þá vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að viljayfirlýsingu Múlaþings um uppbyggingu samvinnuhúss á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viljayfirlýsingu og felur samráðshópi um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Hléskógar 2-6, 203, sala íbúðar

Málsnúmer 202511018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar hjá byggðaráði kauptilboð í Hléskóga 2-6, íbúð 203 á Egilsstöðum. Íbúðin var sett í sölu í nóvember 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í Hléskóga 2-6, íbúð 203, á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Starfsmannamál

Málsnúmer 202601002Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er skipan í sviðsstjórastöður.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð staðfestir ráðningu Ingvars Rafns Stefánssonar í stöðu sviðsstjóra fjármála hjá Múlaþingi.
Ingvar Rafn er með BSc. gráðu í viðskiptafræði og meistarapróf í reikningskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Undanfarið ár hefur Ingvar Rafn starfað sem deildarstjóri fjármálasviðs hjá Fjarðabyggð. Áður starfaði Ingvar Rafn hjá Deloitte á Egilsstöðum, fyrst sem sérfræðingur og verkefnastjóri og síðar sem útibússtjóri hjá Deloitte á Höfn og síðar á Egilsstöðum. Þar bar hann ábyrgð á verkefnastjórnun, ráðgjöf til viðskiptavina um uppgjörs- og endurskoðunarvinnu og gæðamálum verkefna.
Ingvar Rafn mætir vel þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um menntun, reynslu og þekkingu.

Byggðaráð staðfestir ráðningu Hlyns Jónssonar í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu hjá Múlaþingi. Hlynur Jónsson er með BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2016. Hlynur hefur rekið eigin lögmannsstofu á Egilsstöðum, Austurlög ehf., frá 2024 og hefur mikla reynslu af rekstri dómsmála og af starfsemi stjórnsýslunnar. Áður starfaði hann sem lögmaður hjá JSG lögmönnum ehf. frá árinu 2016-2024. Hann hefur einnig verið formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi frá árinu 2022 og kynnst í þeim störfum stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Hlynur mætir vel þeim kröfum sem gerðar voru í auglýsingu um menntun, reynslu og þekkingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Austurland, sjálfstjórnarsvæði

Málsnúmer 202601017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi dagsett 2. janúar 2026, frá Þresti Jónssyni, með tillögu um að gerð verði úttekt á hvað það kostar ríkið að reka Austurland og þjónustu við íbúa þess.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa málinu til frekari vinnslu hjá stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá (HHÁ).

11.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð 87. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dagsett 8.12. 2025.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð Samband íslenskra sveitarfélaga dagsett 12.12. 2025.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundagerðir SSA 2025

Málsnúmer 202502071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð SSA dagsett 12.12. 2025.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundagerðir Austurbrúar 2025

Málsnúmer 202502070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Austurbrúar dagsett 12.12. 2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnarfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð 93. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dagsett 10.12. 2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Samráðsgátt. Jöfnun atkvæðavægis, breyting á kosningalögum nr. 1122021

Málsnúmer 202512148Vakta málsnúmer

Dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 251/2025, Jöfnun atkvæðavægis - breyting á kosningalögum nr. 112/2021.
Umsagnarfrestur er til og með 8.1. 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn um málið í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Fínt að jafna kosningarétt niður í einn maður, eitt atkvæði, að því gefnu að samhliða verði gerðar breytingar er varða sjálfstjórn, sjálfsákvarðanarétt landsvæða svo sem Austurlands, og eða komi til verulegra skattaívilnana sem jafna aðstöðumun íbúa landsvæða sem eru fjarri þjónustu SV-hornsins, líkt og gert er í Noregi t.a.m. hvað varðar Svalbarða og Norður Noreg.
Með öðrum orðum ef leiðrétta á misrétti er varðar atkvæðavægi milli landshluta, þá skuli á sama tíma gera það líka á öðrum sviðum er varðar þjónustu ríkisins þar sem verulega hallar á landsbyggðina, gagnvart höfuðborgarsvæðinu.

17.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um lagareldi, mál nr. S 252 2025

Málsnúmer 202601003Vakta málsnúmer

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. S 252/2025, Drög að frumvarpi til laga um lagareldi.
Umsagnarfrestur er til og með 26.1. 2026.
Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?