Fara í efni

Umsókn um byggingaráform, Brekkusel 10

Málsnúmer 202511251

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 169. fundur - 01.12.2025

Fyrir liggur umsókn um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum á lóð við við Brekkusel 10 (L197973) á Egilsstöðum. Fyrirhuguð byggingaráform gera ráð fyrir viðbyggingu til austurs sem kemur til með að standa út fyrir byggingarreit en innan lóðamarka. Áformin uppfylla skilmála deiliskipulags að öðru leyti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um byggingu utan byggingarreits. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóma.
Getum við bætt efni þessarar síðu?