Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

169. fundur 01. desember 2025 kl. 08:30 - 11:06 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnastjóri, Eiður Ragnarsson, staðgengill hafnastjóra og Rúnar Gunnarsson, yfirhafnavörður, sitja fundinn undir liðum 1.-3.

Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála, situr fundinn undir liðum 4. og 5.

Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmdamála, situr fundinn undir liðum 12. og 13.

Vordís Svala Jónsdóttir, verkefnastjóri framkvæmdamála, situr fundinn undir lið 13.

1.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Hafnastjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður fara yfir stöðu verkefna hjá höfnum Múlaþings.

Hafnarstjóri, fer yfir málefni hafnamála í Múlaþingi.
Lagt fram til kynningar.

2.Cruise Iceland, fundargerðir

Málsnúmer 202503082Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur fréttabréf dags. 12. nóvember 2025, ásamt fundargerð, dags. 13. nóvember 2025, frá Cruise Iceland.
Lagt fram til kynningar.

3.Beiðni um endurskoðun á hámarksfjölda farþega á dag í Seyðisfjarðarhöfn

Málsnúmer 202511116Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri, staðgengill hafnarstjóra og yfirhafnarvörður sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur erindi frá Ólafi Erni Péturssyni fyrir hönd Skálanes ehf, dags. 12.10.2025. Þar er óskað eftir endurskoðun á hámarksfjölda farþega á dag í Seyðisfjarðarhöfn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að hámarksfjöldi farþega á Seyðisfirði sé hækkaður úr 3500 í 4500 farþega á dag samhliða fjölgun afþreyingar utan við bæinn, dreifing farþega er orðin meiri.

Samþykkt samhljóða.

4.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Framlagt minnisblað um almenningssamgöngur frá Djúpavogi til Egilsstaða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer fram á við Vegagerðina að sett verði inn akstursleiðin Egilsstaðir-Djúpivogur við endurskoðun á leiðarkerfi sínu.

Samþykkt samhljóða.

5.Gjaldskrár 2026

Málsnúmer 202508030Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir ráðinu liggur að samþykkja framlagða breytingartillögu á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulagsbreyting, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202308090Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (ÁHB) máls á vanhæfi sínu undir málsliðum 6. og 7. ÁHB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék ÁHB af fundi við umræðu og afgreiðslu málanna.

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótdalshéraðs 2008-2028 vegna Gilsárvirkjunar var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 29. september til og með 10. nóvember 2025. Fyrir liggja umsagnir sem bárust á auglýsingatíma ásamt samantekt með viðbrögðum. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til efnislegra breytinga á skipulagstillögunni en hún hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar og liggur fyrir tillaga til staðfestingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulag, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Í upphafi dagskrárliðar nr 6. vakti Ásdís Hafrún Benediktsdóttir (ÁHB) máls á vanhæfi sínu undir málsliðum 6. og 7. ÁHB gerði grein fyrir vanhæfi sínu og bar JB upp tillögu til atkvæðagreiðslu. Vanhæfið var samþykkt samhljóða og vék ÁHB af fundi við umræðu og afgreiðslu málanna.

Fyrir liggur tillaga að nýju deiliskipulagi vegna Gilsárvirkjunar í Eiðaþinghá, dags. 27. nóvember 2025. Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU fyrir hönd Orkusölunnar sem er framkvæmdaraðili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um byggingaráform, Lagarbraut 7

Málsnúmer 202511250Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um byggingaráform við Lagarbraut 7 (L235683) í Fellabæ, sem felur í sér hækkun á húsnæðinu. Starfsemi húsnæðisins er ætlað að vera blönduð.
Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif, samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um byggingaráform, Brekkusel 10

Málsnúmer 202511251Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn um heimild til frávika frá skipulagsskilmálum á lóð við við Brekkusel 10 (L197973) á Egilsstöðum. Fyrirhuguð byggingaráform gera ráð fyrir viðbyggingu til austurs sem kemur til með að standa út fyrir byggingarreit en innan lóðamarka. Áformin uppfylla skilmála deiliskipulags að öðru leyti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu vegna fyrirliggjandi umsóknar um byggingu utan byggingarreits. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.

Samþykkt samhljóma.

10.Fjárfestingaráætlun 2026

Málsnúmer 202508196Vakta málsnúmer

Fyrir liggja að nýju, drög 4, að endurskoðaðri 10 ára fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tíu ára fjárfestingaráætlun og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn samhliða fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

11.Framtíðaruppbygging Íþróttamiðstöðvar á Egilsstöðum

Málsnúmer 202511028Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindisbréfi fyrir starfshóp um framtíðaruppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Í kjölfar þess að fjölskylduráð hefur skipað fulltrúa í starfshópinn, liggur fyrir ráðinu að skipa einn fulltrúa og annan til vara sem og að skipa formann starfshópsins úr hópi fulltrúa.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir fyrirliggjandi erindisbréf og skipar starfshópinn eftirfarandi:
Fyrir hönd umhverfis- og framkvæmdaráðs Jónínu Brynjólfsdóttur sem formann og Hannes Karl Hilmarsson til vara.
Fyrir hönd fjölskylduráðs Sigurð Gunnarsson og Eyþór Stefánsson sem aðalmenn, og til vara Björgu Eyþórsdóttur og Jóhann Hjalta Þorsteinsson.
Ráðið felur sviðsstjóra framkvæmda að kalla eftir skipun Hattar í starfshópinn.

Samþykkt samhljóða.

12.Sundlaug Djúpavogs, sauna

Málsnúmer 202511209Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.

Fyrir ráðinu liggur erindi um saunaklefa á Djúpavogi. Óskað er eftir því að ráðið taki málið til afgeiðslu og staðfesti næstu skref.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu 2.1 samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði, að settur verði upp saunaklefi með sturtu, í sundlaugagarði við Sundlaugina á Djúpavogi, að því gefnu að fjölskylduráð og heimastjórn Djúpavogs samþykki tillöguna.
Ráðið felur verkefnastjóra framkvæmdamála að ræða við Kvenfélagið Vöku um þeirra styrk og hvernig honum verður varið.

Fjármunir sem uppá vantar til að ljúka verkefninu verða færðir úr liðnum "Annað óskilgreint" í fjárfestingaráætlun.

Samþykkt samhljóða.

13.Reglur fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins

Málsnúmer 202511149Vakta málsnúmer

Verkefnastjórar framkvæmdamála sitja fundinn undir þessum lið.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrir að fara yfir og samþykkja drög að reglugerð, "Húsreglur fyrir leigjendur", með vísan í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 167. fundi undir máli 202502111.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur starfsmönnum að vinna áfram með drögin í samræmi við umræður á fundinum og kynna í kjölfarið fyrir fjölskylduráði.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:06.

Getum við bætt efni þessarar síðu?