- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúa ráðsins (ÁMS) fyrir erindið.
Ráðið telur ekki þörf á því að setja af stað greiningu, að svo búnu.
Til upplýsinga þá eru þjónustumiðstöðvar Múlaþings mannaðar þannig að þar starfa m.a. iðnmenntað starfsfólk sem sér um viðhald og endurbætur á fasteignum í rekstri og eigu sveitarfélagsins.
Skipulag viðhalds- og framkvæmdaverkefna sveitarfélagsins byggir á reglubundnu mati á ástandi eigna, þjónustuþörf og fjárheimildum hverju sinni.
Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá (ÁHB og PH), 1 á móti (ÁMS).
Fulltrúi V-lista (ÁMS) leggur til eftirfarandi bókun:
Erindi undirritaðrar snérist ekki um gagnrýni á núverandi skipulag eða starfsfólk, heldur um að kanna hvort stofnun sérstakrar stöðu húsasmíðameistara Múlaþings gæti bætt yfirsýn, gæði og nýtingu fjármuna.
Í bókun ráðsins er núverandi fyrirkomulagi lýst, en þar er ekki brugðist við þeirri beiðni að greina kostnað og bera hann saman við þann kostnað sem fellur til vegna utanaðkomandi ráðgjafa, hönnunar, eftirlits og svo framkvæmdanna sjálfra.
Slík greining gæti varpað ljósi á hvort með aukinni faglegri yfirsýn fólginni í slíku stöðugildi, mætti draga úr kostnaði, bæta gæði framkvæmda og tryggja betur samfellu og ábyrgð í verkefnum sveitarfélagsins.
Undirrituð telur mikilvægt að slíkur möguleiki verði skoðaður með hliðsjón af framtíðarverkefnum sveitarfélagsins og markmiði um hagkvæman og ábyrgan rekstur eigna Múlaþings og þykir því niðurstaða málsins miður.