Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

171. fundur 12. janúar 2026 kl. 08:30 - 11:22 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Anna Margrét Jakobsd. Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar þjónustufulltrúi skipulagsmála
Sveitastjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sat fundinn undir liðum 1., 4. og 5.

Hafnarstjóri, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, og staðgengill hafnarstjóra, Eiður Ragnarsson, sátu fundinn undir liðum 2. og 3.

Slökkviliðsstjóri, Haraldur Geir Eðvaldsson, sat fundinn undir lið 4.

Verkefnastjóri skipulagsmála, Sóley Valdimarsdóttir, sat fundinn undir liðum 6-8.

1.Fyrirkomulag funda hjá ráðum og nefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202601019Vakta málsnúmer

Sveitastjóri lagði fram til kynningar, fyrirkomulag funda hjá öllum ráðum og nefndum sveitarfélagsins.
Tilgangurinn er að skerpa á reglum og samþykktum er varða m.a. fjarfundi, vegna trúnaðar, og skerpa á mikilvægi stundvísis.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir góða áminnignu í upphafi árs og tekur ráðið áminninguna með sér áfram inn í nýtt ár.

2.Skýrsla hafnastjóra

Málsnúmer 202508119Vakta málsnúmer

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, hafnastjóri, fer yfir málefni hafna Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

3.Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands

Málsnúmer 202512048Vakta málsnúmer

Sveitarstjórnarmenn, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, lögðu fyrir á 63. fundi Sveitastjórnar Múlaþings þann 15. desember 2025, að ræða Ferjusamgöngur milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Sveitastjórn samþykkti málið og vísaði því til vinnslu hjá Byggðarráði og til kynningar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla slökkviliðsstjóra

Málsnúmer 202508120Vakta málsnúmer

Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri, fer yfir málefni slökkviliðs Múlaþings.
Lagt fram til kynningar.

5.Samráðsgátt. Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Mál nr. S-2582025

Málsnúmer 202601027Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög frá 157. löggjafarþingi 2025, dagsett 22. desember 2025, að frumvarpi um breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum, skriðuföllum og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.

Óskað er eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð gefi umsögn um frumvarp þetta er varðar breytingu á ofangreindum lögum. Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið hér: https://island.is/samradsgatt/mal/4143
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins, skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra framkvæmda að vinna umsögnina í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar athugun Skipulagsstofnunar, dags. 12. desember 2025, á tillögu nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu eftir uppfærslu tillögu enda gáfu athugasemdir þeirra ekki tilefni til efnislegra breytinga á tillögunni. Lítillega uppfærð skipulagstillaga var auglýst 22. desember með athugasemdafresti til og með 9. febrúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur öll áhugasöm að skila inn umsögn í Skipulagsgáttinni, telji þau ástæðu til.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Grund við Stuðlagil, breytt lóðamörk

Málsnúmer 202503209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi Grundar við Stuðlagil ásamt uppfærðri skipulagstillögu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

8.Ránargata 4, stækkun lóðar vegna starfsemi

Málsnúmer 202512033Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdarráði liggur erindi frá Gunnari Gunnarssyni, dags. 1.12 síðastliðinn, er varðar stækkun á lóð (L155215) utan um fasteign F2168727.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fellst ekki á stækkun lóðarinnar að Ránargötu 4. Ráðið felur sviðsstjóra framkvæmda og formanni ráðsins að ræða við málsaðila um aðra möguleika.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi vegna stækkunar á kirkjugarði Egilsstaða

Málsnúmer 202512093Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráði barst erindi frá Ágústi Arnórssyni, f.h. Egilsstaðakirkju, þar sem óskað er eftir því að kirkjugarðurinn sé stækkaður. Óskað eftir því að ráðið taki málið til umfjöllunar og afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið.
Ráðið vísar málinu til sviðsstjóra framkvæmda, til afgreiðslu og úrvinnslu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

10.Innsent erindi, staða húsasmíðameistara Múlaþings.

Málsnúmer 202512118Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá fulltrúa í ráðinu (ÁMS). Erindið varðar möguleikan á því að kanna það að hjá Múlaþingi starfi húsasmíðameistari sem í samstarfi við aðra iðnmenntaða starfsmenn, annast endurbætur og viðhald á eignum Múlaþing samkvæmt fyrirfram skilgreindri forgangsröðun. Óskað er eftir því að þessi möguleiki verði greindur með tilliti til helstu kostnaðarliða.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúa ráðsins (ÁMS) fyrir erindið.

Ráðið telur ekki þörf á því að setja af stað greiningu, að svo búnu.
Til upplýsinga þá eru þjónustumiðstöðvar Múlaþings mannaðar þannig að þar starfa m.a. iðnmenntað starfsfólk sem sér um viðhald og endurbætur á fasteignum í rekstri og eigu sveitarfélagsins.
Skipulag viðhalds- og framkvæmdaverkefna sveitarfélagsins byggir á reglubundnu mati á ástandi eigna, þjónustuþörf og fjárheimildum hverju sinni.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 sátu hjá (ÁHB og PH), 1 á móti (ÁMS).

Fulltrúi V-lista (ÁMS) leggur til eftirfarandi bókun:
Erindi undirritaðrar snérist ekki um gagnrýni á núverandi skipulag eða starfsfólk, heldur um að kanna hvort stofnun sérstakrar stöðu húsasmíðameistara Múlaþings gæti bætt yfirsýn, gæði og nýtingu fjármuna.

Í bókun ráðsins er núverandi fyrirkomulagi lýst, en þar er ekki brugðist við þeirri beiðni að greina kostnað og bera hann saman við þann kostnað sem fellur til vegna utanaðkomandi ráðgjafa, hönnunar, eftirlits og svo framkvæmdanna sjálfra.

Slík greining gæti varpað ljósi á hvort með aukinni faglegri yfirsýn fólginni í slíku stöðugildi, mætti draga úr kostnaði, bæta gæði framkvæmda og tryggja betur samfellu og ábyrgð í verkefnum sveitarfélagsins.

Undirrituð telur mikilvægt að slíkur möguleiki verði skoðaður með hliðsjón af framtíðarverkefnum sveitarfélagsins og markmiði um hagkvæman og ábyrgan rekstur eigna Múlaþings og þykir því niðurstaða málsins miður.

11.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri og verkefnastjóri HEF veitna kynna stöðu verkefna og fara yfir 3-5 ára fjárfestingaráætlun fyrirtækisins.
Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:22.

Getum við bætt efni þessarar síðu?