Fara í efni

Samráðsgátt. Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Mál nr. S-2582025

Málsnúmer 202601027

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 171. fundur - 12.01.2026

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög frá 157. löggjafarþingi 2025, dagsett 22. desember 2025, að frumvarpi um breytingar á lögum um varnir gegn snjóflóðum, skriðuföllum og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.

Óskað er eftir því að Umhverfis- og framkvæmdaráð gefi umsögn um frumvarp þetta er varðar breytingu á ofangreindum lögum. Umsagnarfrestur er til og með 16. janúar 2026.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um málið hér: https://island.is/samradsgatt/mal/4143
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins, skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra framkvæmda að vinna umsögnina í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?