Fara í efni

Störf undanþegin verkfallsheimild hjá Múlaþingi 2026

Málsnúmer 202601032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 176. fundur - 20.01.2026

Fyrir liggur listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2026, komi til verkfalla, sbr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 með síðari breytingum og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2026 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að birta hann í Stjórnartíðindum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?