Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

176. fundur 20. janúar 2026 kl. 08:30 - 12:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson sviðsstjóri fjármála
  • Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu
  • Sigrún Hólm Þórleifsdóttir sviðsstjóri mannauðs og þjónustu
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson sviðsstjóri stjórnsýslu

1.Fjármál 2026

Málsnúmer 202601001Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála, sviðsstjóri mannauðs- og þjónustu og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Sveitarstjórnarbekkurinn 2025

Málsnúmer 202512074Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ábendingar og athugasemdir sem fram komu á Sveitarstjórnarbekknum, viðtalsfundi kjörinna fullrúa á jólamarkaðnum Jólakettinum, 13. desember 2025 og var beint til byggðaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar öllum þeim íbúum sem heimsóttu kjörna fulltrúa og sveitarstjóra á Jólakettinum.
Sveitarstjóra falið að svara framkomnum ábendingum og athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Störf undanþegin verkfallsheimild hjá Múlaþingi 2026

Málsnúmer 202601032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur listi yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2026, komi til verkfalla, sbr. 19. gr. laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 með síðari breytingum og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi lista yfir störf hjá Múlaþingi sem undanskilin eru verkfallsheimild árið 2026 og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að birta hann í Stjórnartíðindum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Skýrsla deildarstjóra menningarmála

Málsnúmer 202601054Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt deildarstjóra menningarmála um menningarstarf í Múlaþingi á árinu 2025 auk ársskýrslna menningarmiðstöðvanna Sláturhússins og Skaftfells.
Á fundinn undir þessum lið mætti Elsa Guðný Björgvinsdóttir, deildarstjóri menningarmála.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar Elsu Guðnýju fyrir góða kynningu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.Gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202601062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar gátlisti frá Jafnréttisstofu með hugmyndum um leiðir til að að styðja sveitarstjórnir í að auka fjölbreytni og dýpka skilning á mikilvægi ólíkra sjónarhorna við mótun sveitarstjórna.
Lagt fram til kynningar.

6.Miðbær á Egilsstöðum, uppbygging

Málsnúmer 202308120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs frá 8. janúar 2025 þar sem lagt er til við byggðaráð að boðað verði til fundar með hagaðilum á svæðinu um uppbyggingu miðbæjar á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og felur sveitarstjóra að skipuleggja opinn fund um uppbyggingu miðbæjar á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Sala á áhaldahúsi á Borgarfirði eystra

Málsnúmer 202601069Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað, dagsett 8. janúar 2026, fá sviðsstjóra framkvæmda og slökkviliðsstjóra Múlaþings, þar sem lagt er til að Múlaþing gangi til samninga við Björgunarsveitina Sveinunga á Borgarfirða eystra um kaup Sveinunga á 25% hluta áhaldahússins, F2319737, á Borgarfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur vel í að selja Björgunarsveitinni Sveinunga 25% hlut í áhaldahúsinu, F2319737, á Borgarfirði eystra, en óskar eftir umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar um málið. Málið kemur svo aftur til afgeiðslu byggðaráðs þegar umsögn heimastjórnar hefur borist.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Hreindýraarður 2025

Málsnúmer 202512095Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til kynningar drög að hreindýraarði fyrir árið 2025 á ágangssvæði/jarðir í Múlaþingi. Drögin voru til skoðunar, m.a. á skrifstofum sveitarfélagsins 8. til 18. desember síðast liðinn.
Einnig liggur fyrir minnisblað og bókun heimastjórnar Djúpavogs frá 8. janúar 2026 þar sem fram kemur að heimastjórnin telur eðlilegt að þeim fjármunum sem skila sér í sveitarsjóð vegna felligjalda og ágangs hreindýra í gamla Djúpavogshreppi, sé varið í verkefni sem gagnist til útivistar og veiði innan gamla Djúpavogshrepps.
Í vinnslu.

9.Framtíðaruppbygging atvinnulífs á Seyðisfirði

Málsnúmer 202310203Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð samráðshóps um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði frá 12. janúar 2026.
Í fundargerðinni er því beint til byggðaráðs að óska eftir fundi með umhverfisráðherra vegna atvinnuhúsa á ofanflóðasvæði á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með umhverfisráðherra um málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Fundargerðir stjórnar HEF 2026

Málsnúmer 202601113Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar HEF veitna frá 13. janúar 2026.
Lagt fram til kynningar.

11.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um lagareldi, mál nr. S 252 2025

Málsnúmer 202601003Vakta málsnúmer

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. S 252/2025, Drög að frumvarpi til laga um lagareldi. Umsagnarfrestur er til og með 26.1. 2026.
Málið var áður á dagskrá byggðaráðs 6. janúar 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn byggðaráðs um drög að frumvarpi til laga um lagareldi og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að birta hana í Samráðsgátt.

Samþykkt með 4 atkvæðum en 1 sat hjá (HHÁ).

Helgi Hlynur Ásgrímsson lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar V lista munu líka senda inn sínar athugasemdir við málið í Samráðsgátt.

12.Samráðsgátt. Drög að nýrri reglugerð um strandveiðar

Málsnúmer 202601103Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. S 5/2026, Drög að nýrri reglugerð um strandveiðar. Umsagnarfrestur er til og með 23.1. 2026.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn byggðaráðs um drög að reglugerð um strandveiðar og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að birta hana í Samráðsgátt.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 12:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?