Fara í efni

Ábendingar frá stjórn félags eldri borgara á Fljótsdalshéraði til Öldungaráðs

Málsnúmer 202601058

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings - 12. fundur - 15.01.2026

Bréf til formanns Öldungaráðs frá Félagi eldri borgara á Fljótsdalshéraði
Öldungaráð þakkar bréf sent 30.10. 2025 frá formanni Félags eldri borgara Fljótsdalshéraði varðandi skyldur öldungaráðs. Öldungaráð er fjölskylduráði og bæjarstjórn Múlaþings til ráðgjafar um málefni og hagsmuni þeirra íbúa sem eru 67 ára og eldri. Ráðið hefur ekki stöðu fastanefndar sveitarfélagins og er launalaust. Farið var yfir bréfið og fjölskyldustefnu Múlaþings sem gildir til 2035 og bárum saman þá þætti sem snúa að umræddum hópi. Teljum að þar sé tekið á flestum þáttum sem eru á vegum sveitarfélagsins samkvæmt lögum.
Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá (ÁHB)
Getum við bætt efni þessarar síðu?