Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45

Málsnúmer 2201022F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 20. fundur - 09.02.2022

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson sem lagði fram bókun, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson sem brást við fyrirspurn Hildar, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn og Gauti Jóhannesson sem brást við fyrirspurn Helga, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 11 og Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar.

Lagt fram til kynningar.

Helgi Hlynur lagði fram eftirfarandi bókun:
Skipulagsstofnun telur samfélagsleg áhrif geta orðið talsverð eða veruleg, náist ekki sátt um eldið í nærsamfélaginu og segir fá ef nokkur dæmi um viðlíka andstöðu heimamanna við sjókvíaeldi eins og á Seyðisfirði. Þetta kallar á að kjörnir fulltrúar skýri fyrir íbúum hvaða hagsmunir, réttlæti að áfram verði unnið að laxeldi í firðinum. Ég hvet sveitarstjórn til að gera sitt til að stöðva áform um eldið og að lágmarki þar til strandsvæðaskipulag Austfjarða liggur fyrir og hægt er að beina því í það ferli „áður en svæðum innan fjarðarins er ráðstafað til sjókvíaeldis“ eins og segir orðrétt í áliti Skipulagsstofnunar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?