Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

20. fundur 09. febrúar 2022 kl. 14:00 - 16:45 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Gunnar Valur Steindórsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Reglur byggðar á 7. grein reglurgerðar um fasteignaskatt nr. 1160 frá 2005

Málsnúmer 202112192Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 18.01.2022, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings samþykki fyrirliggjandi drög að reglum um styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs, fyrirliggjandi drög að reglum um styrki vegna fasteigna þar sem rekin er, án þess að vera í ágóðaskyni, menningar-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf. Skrifstofustjóra Múlaþings er falið að sjá um kynningu reglnanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Vefstefna Múlþings

Málsnúmer 202201013Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 18.01.2022, þar sem lagt er til að sveitarstjórn Múlaþings samþykki fyrirliggjandi drög að vefstefnu fyrir Múlaþing.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs, fyrirliggjandi drög að vefstefnu fyrir Múlaþing og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að henni verði framfylgt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, þétting byggðar í Einbúablá og Mánatröð

Málsnúmer 202111071Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings að samþykkt verði að falla frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fallið verði frá fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs er snýst um þéttingu byggðar í Einbúablá og Mánatröð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Húsnæðisáætlun og skipulagsmál

Málsnúmer 202104062Vakta málsnúmer

Fyrir lágu bókanir frá fundum byggðaráðs, dags. 18.01.2022, og umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.02.2022, þar sem drögum að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn, Eyþór Stefánsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu byggðaráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs, fyrirliggjandi drög að húsnæðisáætlun fyrir Múlaþing og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að gagnagrunnur verði uppfærður og að áætlunin verði birt á viðeigandi hátt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Hamarsvirkjun.

Málsnúmer 202108056Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 18.01.2022, þar sem því er beint til sveitarstjórnar Múlaþings að sjá til þess að komið verði á framfæri við ráðuneyti umhverfismála þeim áherslum að sem fyrst verði úr því skorið hvaða virkjanakostir í sveitarfélaginu verði í nýtingaflokki.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Björn Ingimarsson, Kristjana Sigurðardóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með byggðaráði og lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar flóknu stöðu sem uppi er varðandi feril rammaáætlunar. Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á að sem fyrst verði úr því skorið hvaða virkjanakostir í sveitarfélaginu verði í nýtingaflokki og felur sveitarstjóra að koma þessum áherslum á framfæri við ráðuneyti umhverfismála.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn var á móti (HHÁ)

Helgi Hlynur lagði fram eftirfarandi bókun:
Staða rammaáætlana er ekki vandamál heldur staða flutningskerfa raforku og stefnuleysi stjórnvalda hvað orkumál varðar. 29 % raforku á landinu er nýtt á austurlandi en 1% á vestfjörðum. 80% raforkunnar fer til stóriðju en rúm 4% til heimilanna og framleiðsluaukning undanfarinna ára hefur að mestu leyti farið í uppbyggingu gagnavera og bitcoin gröft. Ekki verður séð að nýjar virkjanir leysi neinn vanda ef ekki verður tryggt að orkan fari til orkuskipta eða til umhverfisvænna verkefna. Í fjórðu rammaáætlun sem hér um ræðir eru 36 vindorkuver undir. Alþingi á algerlega eftir að setja leikreglurnar um vindorkuna en rannsóknarleyfum er spreðað á báðar hendur. Sveitastjórn skyldi varast að ganga erinda Artic Hydro í þessu máli eða helsta eiganda þess fyrirtækis, hins franska Quadran. Enn eru sárin eftir Kárahjúkavirkjun og skoðanakúgunina sem henni fylgdi ekki gróin og fullkominn óþarfi að rífa ofan af þeim hrúðrið

6.Opinber störf á landsbyggðinni

Málsnúmer 202201144Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi byggðaráðs, dags. 01.02.2022, þar sem til umfjöllunar var staða og þróun opinberra starfa í Múlaþingi á undanförnum árum.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélögin eru misjöfn að stærð og gerð. Fjölgun opinberra starfa á þeirra vettvangi eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Framtíðarsýn Múlaþings er að áfram verði byggt á styrkum stoðum atvinnulífs á svæðinu og að stuðlað verði að fjölbreyttum störfum og atvinnulífi þ.e. þjónustu, sjávarútvegi, ferðaþjónustu, fiskeldi og landbúnaði,sbr. áherslur í stefnumótandi byggðaáætlun, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að 10% opinberra starfa án staðsetningar verði á landsbyggðinni.

Að umbætur verði í þjónustu ríkisins í Múlaþingi í samræmi við markmið Stefnumótandi byggðaáætlunar. Í því felst m.a.

- Að núverandi heilbrigðisþjónusta verði efld og komið verði á fjarlæknisþjónusta í öllum byggðakjörnum Múlaþings.
- Komið verði upp á starfsstöð HSA á Egilsstöðum aðstöðu til frumgreiningar í bráðatilvikum.
- Komið verði á fót starfsstöð sjúkraþyrlu á Egilsstaðaflugvelli. Þar verði starfsstöð Landhelgisgæslunnar á Austurlandi.
- Þjónusta sýslumanns Austurlands verði efld með því að viðhalda starfsemi á Seyðisfirði og fjölga stöðugildum í afgreiðslu á Egilsstöðum, þangað sem flestir leita eftir afgreiðslu mála. Undirmönnun hefur valdið fjölda lokunardaga vegna fjarveru starfsfólks.
- Sem stendur er enginn starfandi lögregla á svæðinu frá Höfn til Fáskrúðsfjarðar en rúmir 200 kílómetrar eru á milli staðanna. Æskilegt væri að byggja upp nýja aðstöðu fyrir löggæslu á Djúpavogi og gera átak í því að ráða lögreglumann þar til starfa. Einnig er á það lögð áhersla að byggð verði aðstaða fyrir löggæslu á Seyðisfirði hið fyrsta.
- Framhaldsskóla- og háskólamenntun og uppbygging rannsóknarstarfs verði efld og fjölbreytni aukin.
- Lögð er áhersla á að stuðningur verði við hugmyndir er miða að því að efla flutningskerfi og framboð á raforku og stuðla þannig að framtíðaratvinnuuppbyggingu á Austurlandi.


Því miður eru nokkur dæmi um að ríkisvaldið gangi í þveröfuga átt við þau markmið er fram koma í stefnumótandi byggðaáætlun, svo sem með uppsögnum aðstoðartollvarða á Seyðisfirði á sínum tíma.
Sveitarstjórn Múlaþings hvetur stjórnvöld til að sjá til þess að öll ráðuneyti og stofnanir ríkisins vinni markvisst að því að fjölga opinberum störfum sem víðast um landið. Til þess eru fjölmörg tækifæri.
Sveitarstóra falið að koma framangreindum áherslum á framfæri við ríkisstjórn og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga

Málsnúmer 202111213Vakta málsnúmer

Fyrir lá uppfærður stofnsamningur Héraðsskjalasafns Austfirðinga til fyrri umræðu í sveitarstjórn ásamt fundargerð aðalfundar Héraðsskjalasafns Austfirðinga bs., dags. 10.12.2021.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa uppfærðum stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

9.Byggðaráð Múlaþings - 41

Málsnúmer 2201009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 8 og 19, Stefán Bogi Sveinsson sem brást við fyrirspurn liðar 8 og Gauti Jóhannesson svaraði fyrirspurn vegna 19.liðar

Lagt fram til kynningar.

10.Byggðaráð Múlaþings - 42

Málsnúmer 2201016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

11.Byggðaráð Múlaþings - 43

Málsnúmer 2201020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

12.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 43

Málsnúmer 2201012FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 44

Málsnúmer 2201017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 45

Málsnúmer 2201022FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson sem lagði fram bókun, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson sem brást við fyrirspurn Hildar, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson sem bar upp fyrirspurn og Gauti Jóhannesson sem brást við fyrirspurn Helga, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn vegna liðar 11 og Stefán Bogi Sveinsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar.

Lagt fram til kynningar.

Helgi Hlynur lagði fram eftirfarandi bókun:
Skipulagsstofnun telur samfélagsleg áhrif geta orðið talsverð eða veruleg, náist ekki sátt um eldið í nærsamfélaginu og segir fá ef nokkur dæmi um viðlíka andstöðu heimamanna við sjókvíaeldi eins og á Seyðisfirði. Þetta kallar á að kjörnir fulltrúar skýri fyrir íbúum hvaða hagsmunir, réttlæti að áfram verði unnið að laxeldi í firðinum. Ég hvet sveitarstjórn til að gera sitt til að stöðva áform um eldið og að lágmarki þar til strandsvæðaskipulag Austfjarða liggur fyrir og hægt er að beina því í það ferli „áður en svæðum innan fjarðarins er ráðstafað til sjókvíaeldis“ eins og segir orðrétt í áliti Skipulagsstofnunar.

15.Fjölskylduráð Múlaþings - 35

Málsnúmer 2201008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð Múlaþings - 36

Málsnúmer 2201021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Borgarfjarðar - 19

Málsnúmer 2201006FVakta málsnúmer

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Borgarfjarðar - 20

Málsnúmer 2201024FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 19

Málsnúmer 2201005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 17

Málsnúmer 2201003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Heimastjórn Djúpavogs - 22

Málsnúmer 2201004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Ungmennaráð Múlaþings - 11

Málsnúmer 2201014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?