Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54

Málsnúmer 2204019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 23. fundur - 11.05.2022

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Hildur Þórisdóttir, þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun við lið 5; Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum(202111078):

Tónlistaskólinn á Egilsstöðum hefur verið á húsnæðis-hrakhólum í áratugi.
Tónlistaskólinn á Seyðisfirði, vöggu menningar í Múlaþingi, er hýstur í gám út á grunni.
Tónlistarmenntun er mjög mikilvæg og rannsóknir hafa margoft sýnt fram á mikilvægi hennar fyrir þroska og lífsgæði barna og unglinga.
Því legg ég áherslu á að Múlaþing setji sér tímasett markmið um framkvæmdir er leysa húsnæðisvanda tónlistarskóla í Múlaþingi til frambúðar. Leitað verði nýrra leiða til byggingar vandaðs húsnæðis með minni tilkostnaði en tíðkast hefur svo sem einingahúsa og jafnvel rekstrarleigu í stað eignarhalds, bæði að Norskri fyrirmynd.
Getum við bætt efni þessarar síðu?