Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

23. fundur 11. maí 2022 kl. 14:00 - 17:30 Hallormsstaður
Nefndarmenn
 • Gauti Jóhannesson forseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
 • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
 • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
 • Þröstur Jónsson aðalmaður
 • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
 • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
 • Eyþór Stefánsson aðalmaður
 • Jakob Sigurðsson aðalmaður
 • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
 • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
 • Haddur Áslaugsson starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir Fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2021

Málsnúmer 202204052Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram ársreikning Múlaþings fyrir árið 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2021 námu 7.860 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 6.777 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 6.854 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2021 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 6.461 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 421 millj. og þar af 236 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 466 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 366 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins jákvæð um 92 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 287 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 585 millj. kr., þar af 80 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.070 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 438 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 753 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 526 millj. í A hluta.
Lántökur námu 716 millj. kr á árinu 2021, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 766 millj. kr. á árinu 2021.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 13.454 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 8.823 millj. kr. í árslok 2021.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 10.785 millj. kr. í árslok 2021 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 7.704 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Gauti Jóhannesson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdótttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2021 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 13. apríl sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.
Með ársreikningi liggur einnig fyrir endurskoðunarskýrsla KPMG og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit í árslok 2021.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnmálaflokka

Málsnúmer 202203254Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar byggðaráðs Múlaþings, dags. 19.04.2022, varðandi viðmiðunarreglur er Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett er varða framlög til stjórnmálaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs og á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006, með síðari breytingum, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings til að reglur Múlaþings um framlög til stjórnmálaflokka verði eftirfarandi:

Framlag til stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til sveitarstjórnar skal ákvarðað af sveitarstjórn í fjárhagsáætlun viðkomandi árs. Úthlutun fer fram að loknum kosningum til þeirra stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa a.m.k. 5% atkvæða eða einn mann kjörinn, til samræmis við framangreind lög. Framlögum skal úthlutað í hlutfalli við atkvæðamagn. Miða skal við að greiða 189 kr. á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Þessi fjárhæð tekur breytingum árlega miðað við vísitölu neysluverðs í október ár hvert og er grunnvísitala 511,2 stig, m.v. október 2021.

Skilyrt er að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi áður uppfyllt upplýsingaskyldu sína við ríkisendurskoðanda, sbr. 8. og 9. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra nr. 162/2006.

Á því ári sem sveitarstjórnarkosningar eru haldnar skal úthluta helmingi árlegs framlags fyrir kosningar, en síðari helmingi að þeim loknum og þá í samræmi við kjörfylgi í nýafstöðnum kosningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi breytingu á samþykkt um úthlutun lóða í Múlaþingi ásamt breytingu á grunnleigusamningi um byggingarlóðir.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða í Múlaþingi og breytingu á grunnleigusamningi um byggingalóðir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Fyrir lágu til síðari umræðu tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Múlaþings. Skrifstofustjóra falið að sjá um birtingu gagna með þeim hætti er lög og reglur kveða á um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur Múlaþings um garðslátt 2022

Málsnúmer 202204061Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi reglur um garðslátt fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja í Múlaþingi sumarið 2022.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi reglur um garðslátt í Múlaþingi fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Hellisá og Skuggahlíð, Efnisnámur

Málsnúmer 202204124Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 27.04.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 27.04.2022, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem efnisnámunum við Hellisá og Skuggahlíð verði bætt inn á skipulag. Skipulagsfulltrúa falið að sjá um framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Öryggi við þjóðveginn GSM samband

Málsnúmer 202204248Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun fundar heimastjórnar Djúpavogs, dags. 02.05.2022, varðandi GSM og Tetra samband á Djúpavogssvæðinu.

Til máls tók: Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs að mikilvægt sé að GSM og Tetra samband verði bætt í Hvalnes- og Þvottárskriðum, sem er ofanflóðahættusvæði, á svæðum í Álftafirði, í Hamarsfirði norðanverðum og á Axarvegi. Á umræddum svæðum er samband stopult eða jafnvel ekki til staðar.
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á að við þessu verði brugðist með úrbótum og sveitarstjóra falið að koma óskum varðandi þetta á framfæri við stjórnvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Innsent erindi, Verndarsvæði í byggð á Djúpavogi

Málsnúmer 202204241Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá fasteignaeigendum í Dölum og Bjargi á Djúpavogi þar sem viðkomandi segja sig úr verkefninu Verndarsvæði í byggð. Jafnframt lá fyrir bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.05.2022, varðandi umrætt erindi.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og samþykkir að vísa erindinu til nýrrar sveitarstjórnar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Húsnæði sveitarfélaganna Múlaþings og Fljótsdalshrepps á Hallormsstað - Fjósakambur 8b

Málsnúmer 202205046Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi frá Hallormsstaðaskóla varðandi mögulega leigu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þess að til skoðunar er, ásamt fulltrúum Fljótsdalshrepps, möguleg sala á umræddri eign beinir sveitarstjórn Múlaþings því til byggðaráðs Múlaþings að afstaða til fyrirliggjandi erindis verði tekin, að höfðu samráði við fulltrúa Fljótsdalshrepps, er mat á virði umræddrar eignar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar sveitarfélaga á Austurlandi 2022

Málsnúmer 202205045Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun svæðisskipulagsnefndar, dags. 28.04.2022, ásamt tillögu að svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044.

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsso, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að tillaga að Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 verði auglýst í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15.gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, að teknu tilliti til niðurstaðna svæðisskipulagsnefndar Austurlands á fundi hennar 28.04.2022 og að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.

Samþykkt með handauppréttingu en einn sat hjá (ÞJ) og gerði grein fyrir atkvæði sínu.

11.Erindisbréf ungmennaráðs

Málsnúmer 202203173Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi ungmennaráðs Múlaþings, dags. 24.03.2022, þar sem lagðar eru til breytingar á erindisbréfi ráðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar góðar ábendingar er fram koma í bókun ungmennaráðs, dags. 24.03.2022, og vísar því til skrifstofustjóra að erindisbréf ungmennaráðs verði uppfært samkvæmt framkomnum tillögum að undanskildum tveim atriðum. Með vísan til almennra ákvæða í erindisbréfum ráða á vegum sveitarfélagsins sér sveitarstjórn ekki ástæðu til að gera breytingu varðandi umfjöllun sveitarstjórnar á fundargerðum ungmennaráðs. Hvað varðar fjölda funda ungmennaráðs þá taka þeir m.a. mið af starfstíma skólastofnana í sveitarfélaginu og telur sveitarstjórn því ekki ástæðu til að gera á því breytingu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Byggðakvóti Múlaþing

Málsnúmer 202201031Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 09.05.2022, varðandi byggðakvóta í Múlaþingi.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi mikilvægi þess að útgerð á staðnum og starfsemi henni tengd verði tryggð frekari fótefsta með sértækum byggðakvóta. Sveitarstjóra, í samráði við heimastjórn Borgafjarðar, falið að óska eftir formlegum viðræðum við Byggðastofnun um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Sveitarstjórnar- og heimastjórnakosningar 2022

Málsnúmer 202203245Vakta málsnúmer

Fyrir lá tillaga um skipan fulltrúa í kjörstjórn á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði vegna forfalla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Guðný B. Kjartansdóttir verði skipuð varamaður í kjördeild 1 vegna heimastjórnar á Fljótsdalshéraði í stað Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur og að Guðjón Már Jónsson verði skipaður varamaður í kjörstjórn á Seyðisfirði, í stað Sigríðar Heiðdal Friðriksdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn

15.Byggðaráð Múlaþings - 51

Málsnúmer 2204003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 52

Málsnúmer 2204013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 52

Málsnúmer 2203026FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 2, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson svaraði fyrirspurn, Elvar Snær Kristjánsson og Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 53

Málsnúmer 2204010FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir

Lagt fram til kynningar.

þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun við 3.lið; Aðalskipulagsbreyting Egilsstaðir,íþróttasvæði(202109040):

Í ljósi umræða á fundi sem félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði boðaði til með frambjóðendum til sveitastjórnar Múlaþings og fleirum þann 28 apríl 2022, þar sem vel var tekið í málamiðlunar-hugmynd er varðar uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara sem rekst á við þá aðalskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu vegna íþróttasvæðis sem teygir sig allt að norður-enda Dyngju, tel ég rétt að tekið verði upp samtal við eldri borgara og íþróttafélagið Hött, um þá tillögu til sátta.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54

Málsnúmer 2204019FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Hildur Þórisdóttir, þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun við lið 5; Húsnæðismál Tónlistarskólans á Egilsstöðum(202111078):

Tónlistaskólinn á Egilsstöðum hefur verið á húsnæðis-hrakhólum í áratugi.
Tónlistaskólinn á Seyðisfirði, vöggu menningar í Múlaþingi, er hýstur í gám út á grunni.
Tónlistarmenntun er mjög mikilvæg og rannsóknir hafa margoft sýnt fram á mikilvægi hennar fyrir þroska og lífsgæði barna og unglinga.
Því legg ég áherslu á að Múlaþing setji sér tímasett markmið um framkvæmdir er leysa húsnæðisvanda tónlistarskóla í Múlaþingi til frambúðar. Leitað verði nýrra leiða til byggingar vandaðs húsnæðis með minni tilkostnaði en tíðkast hefur svo sem einingahúsa og jafnvel rekstrarleigu í stað eignarhalds, bæði að Norskri fyrirmynd.

20.Fjölskylduráð Múlaþings - 43

Málsnúmer 2204015FVakta málsnúmer

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir

Lagt fram til kynningar.

21.Fjölskylduráð Múlaþings - 44

Málsnúmer 2204016FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5, Elvar Snær Kristjánsson, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Elvar Snær Kristjánsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Elvar Snær Kristjánsson sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson og Ásdís Hafrún Benediktsdóttir. Vegna liðar 2, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Elvar Snær Kristjansson sem svaraði fyrirspurn.

Lagt fram til kynningar.

22.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21

Málsnúmer 2204007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

23.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 22

Málsnúmer 2205003FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Djúpavogs - 26

Málsnúmer 2204017FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Borgarfjarðar - 23

Málsnúmer 2205004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Ungmennaráð Múlaþings - 14

Málsnúmer 2204008FVakta málsnúmer

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir vegna liðar 3.

Lagt fram til kynningar.

27.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?