Fara í efni

Ungmennaráð Múlaþings

25. fundur 12. október 2023 kl. 16:00 - 17:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björg Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnús Gunnlaugsson aðalmaður
  • Rebecca Lísbet Sharam aðalmaður
  • Sóley Dagbjartsdóttir aðalmaður
  • Sævar Atli Sigurðarson aðalmaður
  • Valgeir Már Gunnarsson aðalmaður
  • Kristófer Heiðar Árnason aðalmaður
  • Grímur Ólafsson aðalmaður
  • Karítas Mekkín Jónasdóttir aðalmaður
  • Marija Eva Kruze Unnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Fundartími ungmennaráðs veturinn 2023-2024

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Ráðið ræddi fundartíma vetrarins 2023-2024.

Frestað til næsta fundar.

2.Kosning varaformanns ungmennaráðs

Málsnúmer 202310055Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kosning á varaformanni ungmennaráðs þar sem Unnar Aðalsteinsson sem gegndi hlutverki varaformanns situr ekki lengur í ráðinu.

Karítas Mekkín Jónasdóttir bauð sig ein fram til starfsins og var kjörin samhljóða með handauppréttingu.

3.Tíðarvörugjöf til ungmenna

Málsnúmer 202101040Vakta málsnúmer

Kynntar voru niðurstöður um tíðavörugjöf ungmennráðs. Ráðið þakkar Alcoa fyrir styrkinn.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

4.Samstarf ungmennaráðs Múlaþings við ungmennaráð Unicef

Málsnúmer 202310057Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat Brynjar Bragi Einarsson, formaður ungmennaráðs UNICEF, sem kynnti starf ráðsins.

Ungmennaráð Múlaþings þakkar fyrir kynninguna.
Ungmennráð felur formanni og starfsmanni ráðsins að hafa samband við formann ungmennráðs UNICEF varðandi frekara samstarf.

Samþykkt samhljóða með handaréttingu.

5.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og sveitarstjórnar

Málsnúmer 202310058Vakta málsnúmer

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og sveitarstjórnar Múlaþings verður miðvikudaginn 8. nóvember næstkomandi.

Í vinnslu.

6.Fundur ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum í Hörpu

Málsnúmer 202310074Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Múlaþings leggur til að Rebecca Lísbet, Karítas Mekkín og Grímur fari á fund ungmennaráða í Barnvænum sveitarfélögum sem haldinn verður í Hörpu 2. nóvember næstkomandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?