Fara í efni

Frítímaþjónusta fyrir öll

Frítímaþjónusta er fjölbreytt í Múlaþingi. Mikilvægt er að tryggja íbúum jákvæð viðfangsefni í frítímanum og auka þannig líkur á að þeir kjósi heilbrigðan lífsstíl og einangri sig ekki félagslega. Lögð er áhersla á að virkja þátttöku allra þeirra sem þjónustan snýr að og leitast við að koma til móts við þarfir ólíkra hópa. 

Félagsmiðstöðin Geimstöðin, Seyðisfirði

Geimstöðin er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk, staðsett á Seyðisfirði. Opnunum er skipt í unglingadeild og miðstig. Í Geimstöðinni er unnið faglegt félagsmiðstöðvastarf þar sem lögð áhersla á ungmennalýðræði og dagskránni í  miðstöðinni er að miklu leyti stýrt af ungmennum. Aðstaðan í Geimstöðinni er góð en þar er m.a. billiardborð, leikjatölvur, borðtennisborð og spil af ýmsu tagi auk þess sem íþróttasalur er í sama húsnæði.

Hafnargötu 44
710 Seyðisfjörður
Facebooksíða Geimstöðvarinnar

 

Félagsmiðstöðin Nýung, Egilsstöðum

Nýung er félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-10. bekk, staðsett á Egilsstöðum. Opnunum er skipt í yngri og eldri deild. Dagskráin í Nýung er fjölbreytt og húsnæðið tækjum hlaðið. Þar er m.a. billiardborð, bíósalur, Playstation 4, borðtennisborð, fínt hljóðkerfi og spil af ýmsu tagi.

Tjarnarlöndum 11
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Nýungar  

 

 

 

Félagsmiðstöðin Zion, Djúpavogi

Félagsmiðstöðin Zion er staðsett á Djúpavogi og þjónustar börn á miðstigi og unglingastigi. Í Zion eru opnanir fyrir unglinga tvisvar til þrisvar í viku en alla skóladaga stendur nemendum Djúpavogsskóla til boða að sækja miðstöðina í löngum frímínútum. Í félagsmiðstöðinni fer fram faglegt starf þar sem uppeldismarkmið frítímaþjónustu eru höfð að leiðarljósi. 

 

 

Frístund í grunnskólum

Í frístund er yngsta stigi grunnskóla boðið upp á faglegt frístundastarf frá lokum skóladags.

Upplýsingar um frístundastarf yngsta stigs í hverjum grunnskóla fyrir sig má nálgast hjá skólunum sjálfum.

Hlymsdalir

Hlymsdalir er félagsmiðstöð, staðsett á Egilsstöðum, þar sem fram fer fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins í samstarfi við Félag eldri borgara á Fljótsdalshéraði. Starfsfólk Félagsþjónustunnar annast fræðslu og ráðgjöf við einstaklinga með vikulegri viðveru í Hlymsdölum.

Miðvangi 6
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Hlymsdala

Tryggvabúð

Tryggvabúð er félagsaðstaða eldri borgara á Djúpavogi. Félagsstarfið hefur upp á margt að bjóða. Til að mynda upplestur, hlusta á hljóðbækur, horfa á alls kyns myndefni, boccia, píla, perla, gátur, þrautir, umræður og spjall. Boðið er upp á hádegisverð og kaffitíma á opnunardögum.

Markarland 2
765 Djúpivogur
Netfang: tryggvabud@mulathing.is

Nánar um Tryggvabúð

 

 

 

Vegahúsið Ungmennahús

Vegahúsið er ungmennahús, staðsett á Egilsstöðum, ætlað fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Fjölbreytt félagsstarf er í boði eins og námskeið, bíó og spilakvöld. Almennur opnunartími er á fimmtudögum frá kl. 19:30 - 22:00 en möguleiki er á hópastarfi og aðstöðu utan opnunartíma eftir samkomulagi.

Sláturhúsið
700 Egilsstaðir
Facebooksíða Vegahússins

Öldutún

Öldutún er félagsmiðstöð Framtíðarinnar, félags eldri borgara á Seyðisfirði. Þjónusta fyrir eldri borgara á vegum sveitarfélagsins eru meðal annars sundleikfimi, handavinna, félagsleg heimaþjónusta og matarsendingar.

Framtíðin, félag eldri borgara
Oddagata 4e

710 Seyðisfjörður
Sími: 472 1145

 

 

 

 

 

Síðast uppfært 09. desember 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?