Fara í efni

Óbyggðanefnd: Austfirðir, svæði til meðferðar

Óbyggðanefnd: Austfirðir, svæði til meðferðar

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 11, Austfjörðum, bárust óbyggðanefnd 25. janúar 2022, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Upplýsingar um afmörkun þeirra eru í kröfulýsingu og á kortum sem hér fara á eftir.

Kort sem sýnir afmörkun svæðis 11, Austfirðir.

Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega fyrir 6. maí 2022, sbr. tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaði 1. febrúar í samræmi við 2. mgr. 10. gr. þjóðlendulaga.

Upplýsingar um frágang kröfulýsinga o.fl. má finna á síðunni Undirbúningur málsaðila en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu óbyggðanefndar.

Þegar gagnkröfur hafa borist verða heildarkröfur kynntar skv. 12. gr. þjóðlendulaga. Óbyggðanefnd rannsakar síðan málin, sem felur m.a. í sér umfangsmikla gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands, og úrskurðar að lokum um kröfur málsaðila. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls, sbr. 3. mgr. 13. gr. þjóðlendulaga.

Kröfulýsing ríkisins og kort með kröfulínum:

Sjá einnig:

Getum við bætt efni þessarar síðu?