Fara í efni

Lausar lóðir

Lausar lóðir í Múlaþingi eru birtar á kortasjá sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast lóðablöð viðkomandi lóða, gildandi deiliskipulag auk upplýsinga um gatnagerðargjöld og afslætti.

Sveitarfélagið tekur ákvörðun um afslætti af gatnagerðargjöldum með ákveðin markmið í huga og er sú ákvörðun alla jafna tekin í tengslum við fjárhagsáætlanagerð ár hvert. Ástæður fyrir afslætti geta til að mynda verið efling brothættrar byggðar, landfræðilegar aðstæður, þétting byggðar eða brýn húsnæðisþörf.

Áhugasömum aðilum um uppbyggingu miðbæjar á Egilsstöðum er bent á að hafa samband við framkvæmda- og umhverfismálastjóra.

Áhugasamir aðilar um iðnaðar- eða athafnalóðir á Borgarfirði eða Djúpavogi eru hvattir til að hafa samband við skipulagsfulltrúa.

Sækja um lóð á Mínum síðum Kortasjá sveitarfélagsins

Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál

Síðast uppfært 11. maí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?