Fara í efni

Sorphirða

Í Múlaþingi er á flestum stöðum þriggja tunnu sorphirðukerfi. 

Í þéttbýli fær hvert heimili afhentar þrjár tunnur

  • eina gráa fyrir almennan úrgang,
  • aðra græna fyrir flokkaðan úrgang og
  • eina brúna fyrir lífrænan úrgang. 

Í dreifbýli sveitarfélagsins fá íbúar

  • eina tunnu fyrir endurvinnsluhráefni,
  • eina undir almennan úrgang og
  • moltugerðarílát fyrir lífrænan úrgang. 

Sorphirðudagatöl

Sorphirða á Djúpavogi, Seyðisfirði og í þéttbýli á Fljótsdalshéraði

Sorphirða í dreifbýli á Fljótsdalshéraði


Flokkunarleiðbeiningar

Flokkunarleiðbeiningar, græna tunnan | Sorting instructions, Green bin | Tablica segregacji, Zielony Pojemnik

Flokkunarleiðbeiningar, brúna tunnan | Sorting instructions, brown bin | Tablica segregacji, Brazowy pojemnik

Heyrúlluplast flokkun til endurvinnslu


Klippikort

Í apríl 2021 voru tekin upp klippikort á móttökustöðum í Múlaþingi. Kortin eru notuð til að greiða fyrir losun á gjaldskyldum úrgangi, ef kortið er ekki meðferðis við komuna á móttökustaðina þarf að greiða

Kortin fást afhent á skrifstofum Múlaþings. Annars vegar er hægt að kaupa kort með 32 klippum sem kostar kr. 25.000 og hinsvegar kort með 8 klippum sem kostar kr. 8.000. Hvert klipp er 0,125 m3 eða 20 kg af gjaldskyldum úrgangi.

Úrgangur skal þegar vera flokkaður við komuna á móttökustaðina. Megnið af því sem kemur inn á móttökustöðvar er endurnýtt með einum eða öðrum hætti. Sá hluti breytist úr útgangi í verðmæti. Fyrir skil á slíkum úrgangi þarf ekki að greiða. Ef úrgangur kemur blandaður (óflokkaður) þarf að greiða fyrir allan úrganginn samkvæmt gjaldskrá. Áríðandi er að skoða vel hvaða flokkar eru gjaldfrjálsir og hverjir gjaldskyldir, sé sorpið rétt flokkað endist kortið lengur. 

Markmiðið er að láta sem mest fara í endurvinnslu og eins lítið og mögulegt er til urðunar. Með því erum við að taka saman höndum um að vernda umhverfið og standa saman að förgun á sem hagkvæmastan hátt. 


Umsókn um tunnu

Sótt er um sorptunnur með því senda póst á verkefnastjóra umhverfismála

Opnunartími móttökustöðva

Egilsstaðir, Tjarnarás 9

Virka daga frá klukkan 9:00 - 17:00 og
Laugardaga frá klukkan 10:00 - 16:00.

Flösku- og dósamóttaka er hjá Landflutningum Kaupvangi 25.


Seyðisfjörður, 

Virka daga frá klukkan 13:00 - 17:00 og
Laugardaga frá klukkan 13:00 -16:00.

Flösku- og dósamóttakan er opin frá klukkan 15:00-17:00 fyrsta og þriðja fimmtudag í hverjum mánuði. 


Borgarfjörður eystri, Áhaldahúsið á Heiðinni

Alla virka daga frá klukkan 8:00 - 16:00.


Djúpivogur, Háaurar

Þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan 13:30 - 16:30. 
Laugardaga frá klukkan 11:00 - 13:00.

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs í Múlaþingi

Síðast uppfært 22. maí 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?