Fara í efni

Ábending frá Almannavarnarnefnd varðandi gróðurelda

13.05.2025 Fréttir

Almannavarnanefnd á Austurlandi vekur athygli á að lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur og gróður víða þurr af þeim sökum. Hætta á gróðureldum hefur því aukist síðustu daga. Íbúar og gestir fjórðungsins, í sumarhúsahverfum til að mynda þar sem gróður og gróðurþekja er mikil, eru því hvattir til að fara varlega með eld. Í því felst meðal annars að sjá til þess að ekki stafi hætta af útigrillum, ekki síst einnota, að glóð úr vindlum eða vindlingum fari ekki í gróður og svo framvegis.

 

Á vef húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að finna ágæta kynningu á því hvað hafa ber í huga til að koma í veg fyrir gróðurelda og fyrstu viðbrögð við þeim.

 

Förum varlega með eld, alltaf.

Ábending frá Almannavarnarnefnd varðandi gróðurelda
Getum við bætt efni þessarar síðu?