Fara í efni

Fréttir

Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþings

Fyrir fundi sveitarstjórnar þann, 18. maí 2021, var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst.
Lesa

Aðalskipulagsbreyting, náma í Stafdal

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum Efri Staf í Seyðisfirði.
Lesa

Miðbæjarskipulag Egilsstaða staðfest

Endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Miðbæ Egilsstaða tók gildi 14. júlí síðastliðinn.
Lesa

Stöðuhýsi til sölu

Múlaþing auglýsir til sölu stöðuhýsi á Seyðisfirði til flutnings. Um er að ræða 115 m2 stórt hýsi, samansett úr þremur einingum, með salerni og litlu eldhúsi.
Lesa

Nýtt íbúðahverfi á Seyðisfirði

Deiliskipulag fyrir nýtt hverfi undir íbúðabyggð við Garðarsveg tók gildi þann 8. júlí síðastliðinn og er vinna við gatnagerð á svæðinu hafin.
Lesa

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins

Smiðjuhátíð Tækniminjasafnsins verður haldin dagana 21. til 24. júlí. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í og í kringum Herðubreið. Í boði verða námskeið fyrir börn og fullorðna, kvikmyndasýningar, tónleikar og að sjálfsögðu kótiletturnar margfrægu. Smellið á lesa meira fyrir dagskrá.
Lesa

Óskað eftir tilboðum í utanhússfrágang á Sláturhúsinu

Múlaþing óskar eftir tilboðum í utanhússfrágang á Sláturhúsinu Menningarmiðstöð á Egilsstöðum.
Lesa

Frelsi afhjúpað í dag!

Listaverk Sigurðar Guðmundssonar á Djúpavogi
Lesa

Vertu velkomin á LungA 2021!

Dagana 14. – 17. júlí 2021 verður LungA, listahátíð ungs fólks á Austfjörðum, haldin hátíðlega, en nú með breyttu sniði. Boðið verður upp á þrjár vinnusmiðjur yfir þrjá daga, en smiðjur LungA 2021 verða sex talsins: fjórar þriggja daga listasmiðjur, ein barnasmiðja og ein netsmiðja. Listasmiðjurnar enda svo á tónleikakvöldi og partýi laugardaginn 17. júlí frá klukkan 21:00 - klukkan 03:30 á Seyðisfirði.
Lesa

Reddingakaffi

Kynningin á Seyðisfirði verður í Herðubreið þann 11. júlí klukkan 14:00 og á Egilsstöðum þann 13. júlí klukkan 14:00 í Ný-ung.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?