Fara í efni

Fréttir

Gleðilegt sumar

Múlaþing óskar starfsfólki sínu, íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og þakkar kærlega fyrir samstarfið á viðburðaríkum vetri sem er að líða.
Lesa

Skipulag í auglýsingu

Mikið er um að vera á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings um þessar mundir og vill skipulagsfulltrúi vekja athygli á þeim fjölmörgum skipulagsverkefnum sem eru í kynningar- og auglýsingarferli. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið og koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar eru.
Lesa

Innri Gleðivík Djúpavogi

Heimastjórn Djúpavogs hefur samþykkt á fundi sínum þann 16. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Innri-Gleðivík, uppbygging á athafnasvæði við Háukletta, skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Tillagan er auglýst að nýju vegna smávægilegra breytinga í skipulagsgreinargerð sem fela í sér breyttar tölur. Gólfkóti byggingar verður í 8,5 m y.s. og hámarkshæð byggingar verður 11 m eða 19,5 m y.s.
Lesa

Valgerðarstaðir Fljótsdalshéraði

Viðfangsefni hins nýja deiliskipulags er iðnaðar- og athafnasvæði innan þéttbýlismarka Egilsstaða og Fellabæjar. Svæðið er staðsett nyrst í byggðinni, norðan við Austurlandsveg nr 1 og suðaustan við Urriðavatn. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og er því um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar, gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.
Lesa

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Breytingin felur í sér að skilgreina efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum Efri Staf í Seyðisfirði. Fyrirhugað er að taka 45.000 m³ af efni af svæðinu sem nær yfir 9.000 m² svæði. Fast berg verður losað með sprengingum. Svæðið er austan við Stafdalsá um 500 m utar og neðar í Stafdal, fjær skíðasvæðinu. Svæðið er á grannsvæði vatnsverndar. Efnið af svæðinu verður m.a. notað í sjóvarnargarð við Seyðisfjörð og önnur verkefni innan sveitarfélagsins.
Lesa

Hafrafell – Merkjadalur Fljótsdalshéraði

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulags- og matslýsinguna skv. ákv. gr. 5.2.4 í skipulagsreglugerð.
Lesa

Grenndarkynning - uppsetning hundagerðis á Egilsstöðum

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti á fundi sínum 29. mars 2021 bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 3. mars 2021 um að fyrirhuguð uppsetning hundagerðis á Egilsstöðum skyldi grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin felur í sér uppsetningu á 140 cm hárri girðingu með tvöföldu gönguhliði auk aksturshliðs. Staurar meðfram göngustíg verða steyptir niður og panel-girðing á milli en við hinar þrjár hliðarnar, sem liggja meðfram skurðum, er gert ráð fyrir hefðbundinni netagirðingu.
Lesa

Tilkynning frá Bókasafni Djúpavogs

Bókasafn Djúpavogs verður opið í dag, miðvikudaginn 21.apríl frá klukkan 15:00 – 17:00. Bókasafnsvörður.
Lesa

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi

Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við gætum hvert og eitt að okkar persónubundnum smitvörnum og gefum þar hvergi eftir, jafnvel þó ástandið í fjórðungnum þyki gott. Blikur eru á lofti þegar litið er til smita um landamæri. Stjórnvöld hafa því boðað hertar reglur gagnvart þeim sem koma til landsins með það að markmiði að stemma stigu við fjölgun smita. Það mun takast.
Lesa

Efni í Bóndavörðuna

Auglýst eftir efni. Bóndavarðan er bæjarblað Djúpavogs sem kemur út þrisvar á ári. 
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?