Fara í efni

Aðal- og endurreisnarfundur Þroskahjálpar á Austurlandi

09.05.2025 Fréttir

Til stendur að endurvekja Þroskahjálp á Austurlandi á fundi Landsamtaka Þroskahjálpar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum þann 17. maí klukkan 11:00. Fundurinn er þannig bæði aðal- og endurreisnarfundur Þroskahjálpar á Austurlandi.

Aðstandendur, þjónustunotendur og fagfólk á svæðinu er hvatt til að mæta á fundinn og skrá sig í félagið enda mikilvægt að vera í góðri samvinnu og hafa öflug hagsmunasamtök á Austurlandi. Landssamtökin Þroskahjálp hafa til dæmis komið að uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk í samvinnu við sveitarfélagið og eiga þannig sex íbúðir í Múlaþingi.

Fundurinn er sem fyrr segir klukkan 11:00 þann 17. maí og stendur í tvo klukkutíma.

Mynd: Þroskahjálp í Færeyjum heimsótti Austurland fyrir nokkrum árum.
Mynd: Þroskahjálp í Færeyjum heimsótti Austurland fyrir nokkrum árum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?