Fara í efni

Aflýsing óvissustigs vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum

13.02.2024 Tilkynningar Seyðisfjörður

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum hefur verið aflýst. Mikil ofankoma var á Seyðisfirði í austanátt aðfaranótt mánudags en dró úr henni með deginum. Talið var að hætta vegna snjóflóða gæti skapast einkum í Strandartindi en ekki var búist við hraðfara flóðum með langt úthlaup. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum og veðrið er nú gengið niður.

Aflýsing óvissustigs vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum
Getum við bætt efni þessarar síðu?