Fara í efni

Afsláttur af skíðasvæðum á Austurlandi fram að áramótum

18.12.2025 Fréttir

Vetrarkort að skíðasvæðunum í Stafdal og Oddsskarði er frábær gjöf fyrir þau sem eiga allt og svo auðvitað fyrir þau sem elska útivist.

Fram að áramótum, eða til klukkan 23:59 þann 31. Desember, verður 20% afsláttur af vetrarkortum að skíðasvæðunum á Austurlandi. Kortin gilda jafnt að báðum svæðum svo ef það er ekki færi í öðru fjallinu þá er um að gera að kíkja í hitt.

Vetrarkortin veita aðgang í fjöllin frá janúar til maí.

Hægt er að nálgast gjaldskrár fyrir skíðasvæðin á heimasíðum sveitarfélagana, Fjarðabyggð annars vegar og Múlaþings hins vegar. Að lokum er gengið frá miðakaupum á síðu íþróttamiðstöðvar Fjarðabyggðar og skíðasvæðum Austurlands.

Afsláttur af skíðasvæðum á Austurlandi fram að áramótum
Getum við bætt efni þessarar síðu?