Þann 8. september halda bókasöfn landsins upp á Bókasafnsdaginn sem jafnframt er dagur læsis.
Mikilvægi lesturs og læsis er óumdeilanlegt. Bókasöfnin eru einn af hornsteinum lestrarmenningar Íslands og þess vegna er lögð áhersla á læsi í slagorði bókasafnsdagsins: ,,Lestur er bestur"
Markmið bókasafnsdagsins er tvíþætt:
- Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu.
- Að vera dagur starfsmanna safnanna.
Þema dagsins í ár er:
Lestur er bestur - fyrir sálina
Öll eru hvött til að heimsækja bókasafn.
Á Seyðisfirði er opið alla virka daga frá 15 til 18, á Egilsstöðum alla virka daga frá 13 til 18 og á Djúpavogi á þriðjudögum frá klukkan 16:00-18:00.