Fara í efni

Breytingar á sorphirðu á Borgarfirði og nágrenni

18.08.2025 Fréttir Borgarfjörður

Í haust verður byrjað að safna fjórum úrgangsflokkum frá íbúðarhúsnæði á Borgarfirði og nágrenni: pappa/pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi. Með þessu verður sama sorphirðukerfi komið á frá öllum heimilum í sveitarfélaginu.

Íbúar geta haft áhrif á hvaða ílát þeir fá afhent fyrir 15. september í gegnum „Mínar síður“ hjá sveitarfélaginu.

Hægt er að óska eftir:

  • minni tunnum undir blandaðan úrgang,
  • stærri tunnum undir pappa/pappír og plast,
  • sleppa tunnu undir matarleifar ef sýnt er fram á heimajarðgerð.

Berist ekki beiðnir um annað verða afhentar 3x240 lítra tunnur undir blandaðan úrgang, pappa/pappír og plast og 1x140L tunna undir matarleifar.

Tunnustærðir hafa áhrif á sorphirðugjöld og bera tunnur undir blandaðan úrgang hæstu gjöldin til að hvetja til flokkunar úrgangs. Fyrst um sinn verður blönduðum úrgangi og matarleifum safnað á fjögurra vikna fresti og pappa/pappír og plasti á sex vikna fresti.

Áfram verður hægt að losa sig við endurvinnanlegan úrgang á söfnunarstöðinni á Heiðinni.

Í Múlaþingi semja fyrirtæki og stofnanir sjálf við sorphirðufyrirtæki um sorphirðuþjónustu í samræmi við 8. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Múlaþingi nr. 1202/2021.

Að ýmsu er að huga varðandi ruslatunnur, svo sem að gæta þess að koma þeim vel fyrir þannig að þær fjúki ekki í veðrum og séu aðgengilegar við sorphirðu.

Kynningarfundur verður haldinn í Fjarðarborg miðvikudaginn 27. ágúst kl. 17:00 þar sem fyrirhugaðar breytingar verða ræddar.

Svör við ýmsum algengum spurningum sem komið hafa fram varðandi innleiðingu á samræmdu flokkunarkerfi á landsvísu og útfærslu Múlaþings á því má nálgast undir sorphirðuvef Múlaþings.

Fyrir frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við verkefnastjóra umhverfismála í gegnum umhverfisfulltrui@mulathing.is eða í síma 470-0732.

Breytingar á sorphirðu á Borgarfirði og nágrenni
Getum við bætt efni þessarar síðu?