Akstursleið strætó um Árskóga verður breytt í dag fimmtudag 3. júlí á meðan gatan er lokuð vegna framkvæmda. Fyrirhugað er að opna Árskóga aftur fyrir lok dags.
Strætó mun aka Árhvamm á leið sinni til baka í Fellabæ og falla því tvö stopp niður á meðan: annað stoppið við Skógarlönd við leikskólann og stoppið Árskógar við Dalskóga.
Til hliðsjónar er mynd af breyttri akstursleið strætó merkt með grænu og þau stopp sem haldast óbreytt.
Sú leið og stopp sem falla niður eru merkt með rauðu.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
