Í sumar stóð Múlaþing fyrir gjaldfrjálsri söfnun brotajárns í dreifbýli og þéttbýli sveitarfélagsins í samstarfi við Hringrás. Í ár fór söfnunin fram á svæði 1 sem telur: Seyðisfjörð, Borgarfjörð, Jökulsárhlíð, Hróarstungu, Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá. Íbúum, fyrirtækjum og stofnunum bauðst að nýta sér þjónustuna.
Söfnunin heppnaðist vel en rúm 100 tonn söfnuðust á 25 bæjum. Það er rúmur fjórðungur þess sem safnaðist í fyrra en þá tók söfnunin til sveitarfélagsins alls og söfnuðust rúm 367 tonn á 55 bæjum. Fjöldi ekinna kílómetra við söfnunina í ár var einnig um fjórðungur þeirra sem eknir voru í fyrra eða 2.466 km samanborið við 9.240 km í fyrra.
Á flestum bæjum var búið að safna brotajárni saman á aðgengilegt svæði fyrir söfnunarbíl og frágangur til fyrirmyndar. Múlaþing þakkar þeim sem nýttu sér þjónustuna fyrir góðar viðtökur og Hringrás fyrir gott samstarf.
Skemmtilegt innslag um söfnunina í sumar var birt í kvöldfréttum RÚV fyrir skemmstu.
Á næsta ári fer brotajárnssöfnun fram á svæði 2 sem telur: Egilsstaði og Fellabæ, Jökuldal, Fell, Skriðdal og Velli. Íbúar, fyrirtæki og stofnanir á því svæði eru hvött til að huga að umhverfi sínu og nýta sér þjónustuna. Átakið verður auglýst á vordögum.
|
Ár |
Fjöldi staða |
Söfnuð kg |
Eknir km |
Kg per býli |
Kg per km |
|
2024 |
55 |
367.100 |
9.240 |
6.675 |
39,7 |
|
2025 |
25 |
100.160 |
2.466 |
4.006 |
40,6 |

